Sameiningin - 01.07.1886, Blaðsíða 3
—67—
þaö' sorgarefni tekr út yfir allt að hugsa um mannkynið með'
endrlausnara einnig ósameinað, allt sundr slitið. Hin kristna
kirkja er svo sem kunnugt er sundr liðuð í stœrri og minni trú-
arflokka, sem margir hverjir hafa einatt borizt ú banaspjótum.
Sú sundrung er engan veginn enn hætt, þó að, guði sé lof, stefna
þessara tíma virðist vera meira í úttina til sameiningar milli
margra þessara kirkjufélaga en áðr. Bœn frelsarans um það,
að lærisveinar sínir megi verða eitt, er augsýnilega einmitt í
vorri tíð að þessu leyti að koma frain. En meðan kirkjufé-
lögin fœrast hvert öðru nær, ætti þá ekki jafnframt þeir söfn-
uðir og þær einstöku sálir, sem standa í sama kirkjufélagi, að
bindast traustu sameiningarbandi og vinna saman í einum anda
sameiginlegrar trúar, vonar og kærleika ? Yér íslendingar stönd-
um í hinni evangelisku lúterslcu kirkjudeild, og þeir, sem í söfn-
uðum standa tilheyrandi hinu litla kirkjufélagi voru, ganga þó
sjálfsagt út frá því, að sú kirkja hafi hreinni kristindómskenn-
ing meðferðis heldr en nokkur önnur kristin kirkjudeild, eins
og hún líka er hinn fjölmennasti prótestantiski kirkjuflokkr, sem
til er. En hví skyldi þá ekki meiri hvöt fyrir oss en alla ut-
an vorrar kirkjudeildar til þess að vera eitt ? Hví skyldi vera
sundrung, ósamlyndi, flokkadráttr í söfnuðum vorum ? Hví
skyldum vér vera sameinaðir að eins að nafninu, en ekki líka í
hjartanu, lífinu ?
það hefir lengi verið yfir því kvartað og vissulega ekki ó-
fyrirsynju, að vér íslendingar værum svo hörmulega ófélags-
lyndir, og að þetta ófélagslyndi vort væri stór, oft óyfirstíg-
anlegr þröskuldr fyrir öllum framförum. Ekki þoruin vér að
halda því fram, að Islendingar sé ófélagslyndari en fólk af mörg-
um öðrum þjóðum. Oss liggr við að trúa því, að surnar af frænd-
þjóðum vorum standi fólki voru í þessari grein engu framar.
Hjá þeirri þjóð, sem stendr oss næst að skyldleika, Norðmönn-
um, virðist engu minni sundrungarandi eiga heima heldr en
vorri þjóð. En af því að vort fólk er svo fámennt, hin íslenzka
þjóð svo fjarslcalega lítil, þá kemr oss verr en öllum öðrum
þjóðum, ef vér getum ekki allir fylgzt að í baráttu lífsins. Ef
þjóð vor, svo lítil sem hún er, er öll sundr slitin í parta, sem
stríða hver á rnóti öðrum, þá verðr ekkert afl til neinna frarn-
kvæmda, ekkert verðr gjört. Og því fremr hlýtr þetta að verða
ofan á, þegar þess er gætt, hve neðarlega svo að segja hvert
mannsbarn þjiiðar vorrar er sett í efnalegu tilliti. 011 þjóðin