Sameiningin - 01.07.1886, Blaðsíða 14
■78—
slíkan heiðr talar Esajas í guðs nafni á gamla testamentisins tíð,
þá er hann segir: „Lýðr þessi heiðrar mig með vörunum, en
þeirra hjarta er langt í burtu frá mér“. Og Jesús heimfœrir
þetta upp á hrœsnarana í söfnuði guðs á sinni tíð (Matt. 15, 8,9).
Fjöldi þess fólks, er gekk á móti Jesú við innreið hans í Jerúsal-
em með pálmaviðargreinum og hátíðlegu fagnaðarópi, œpti að
fám dögum liðnum með forhertu hjarta : „Krossfestist hann! “—
Hvernig er sá heiðr, sem þú sýnir frelsara þínum ? Ovirðir þú
hann ekki með orðum þínum, hinu daglega lífi þínu ? þú biðr
þitt faðir-vor og segir: „Til komi þitt ríki“. Berstu þá líka
fyrir því, að hann hafi ríki í hjarta þínu, í lífi þínu ? Og greiðir
þú nokkuð fyrir innreið hans í þann söfnuð, sem þú til heyrir ?
—Ef þú ert kærleikslaus í dómum um aðra, þá hefir þú með
því gjört að engu alla mannkosti þína. Sá, sem ekki hefir augun
opin fyrir hinni betri hlið á lífi náunga síns, sýnir verstu hliðina
á sjálfum sér. Með því að fordœma aðra lætr hann dóm út
ganga yfir sjálfan sig, og dómr sá, er hann úthlutar öðrum, verðr
látinn út ganga yfir hann sjálfan.
-—þegar komið er spölkorn frá jörðinni upp í loftið, þá getr
enginn maðr lifað ; loftið er þar svo létt og þunnt, að mannlegt
líf getr ekki haldizt þar við. A þeim, sem þangað væri kominn,
myndi blóðið óðar streyma út frá brjósti og lungum. En eins
getr enginn andi, jarðnesku holdi klæddr, lifað og andað hátt
upp í andlegum loft-hæðum. það er nærgætinn föður-kærleikr,
en ekkert harðstjórnarboð, sem lætr oss um stund eiga heima á
láglendi jarðarinnar og lætr blæju byrgja hann fyrir augum
vorum, sem ekkert hold má líta, ef það á lífí að halda.
—Mikið eða lítið traust hjá barni sýnir venjulega, hvort mik-
ið eða lítið má reiða sig á loforð foreldra þess. Ef barn hik-
laust trúir því, sem faðir þess eða móðir segir því, og heldr sér
við það svo sem trúaðr maðr heldr sér við orð hins lifanda guðs,
þá er það órækt merki þess, að orð foreldranna til þessa hins sama
barns hafa verið þeirn heilög, hafa ekki verið vanhelguð af mark-
leysu og óáreiðanlegleika. En ef barn hlustar á loforð toður eða
móður og lætr þau eins og vind um eyrun þjóta, þá má yfir höfuð
að því vísu ganga, að óáreiðanlegleiki foreldranna hafi drepið
niðr traustið í barns-hjartanu. Yoðalegra tjón er varla unnt fyr-
ir föður eða móður að gjöra barni sínu enþetta, því að fyrir meira