Sameiningin - 01.07.1886, Blaðsíða 6
—70—
koma því, sem ársfundr hefir ályktaS, inn í meðvitund almenn-
ings í sínum eigin söfnuðum. Ársfundrinn á að vera máttar-
taug sameiningarinnar hið ytra; en þessi þáttr er sundr skorinn
og sundrung komið á í stað sameiningar, ef ályktanir ársfund- >.
arins eru að vettugi virtar af þeim, er þær eru gjöröar af eða
gjörðar fyrir.
þá er það, sem hér er ritað, lcemr fyrir almennings sjónir,
verðr að vonum hinn 2. ársfundr kirkjufélags vors um garð
genginn. Starf hans verðr ekki vegið fyrir fram. En svo mik-
ið iná segja, að það á að verða til þess að styðja kirkju vora
og kristindóm og þar af leiðanda til stuðnings því að vér Is-
lendingar, þótt vér séum hér í líkamlegri dreifing, getum á and-
legan hátt verið hver öðrum sameinaðir. En það er undir ein-
staklingunum í söfnuðunum komið, hvort það, sem á ársfundi er
unnið til þess að styðja kristilega sameining manna, verðr til
sameiningar eða ekki. það verðr til sameiningar, þótt sjálfsagt
verði ófullkomið, ef almenningr lætr þessi bcenarorð Jesú Krists
bergmála í hjarta sínu :
„Svo að allir sé eitt“.
Á vorum dögum eru margir menn, sem eiga örðugt með að
koma sál sinni til að biðja. Hjá vorri þjóð er bœnin ekki ein-
ungis hortín úr heimilislífinu, heldr og úr hinu daglega lífi fjölda-
margra einstaklinga. Orðugleikinn liggr í trúarskorti, og trúar-
skortrinn stendr aftr í sambandi við gjörvallan hugsunarhátt
þessa tíma. Á fyrri dögum var hlaupið yfir þær orsakir hlutanna,
er næst liggja, og tafarlaust leitað til guðdómsins sem þess, er bein-
línis væri orsök allra atburða. Á vorum dögum er mönnum gjarnt,
að líta ekki lengra en til orsakanna, sem næst liggja, með því að
mannleg eftirgrennsian og skarpskyggni kemst þar lang-helzt að,
en þar á móti hættir mönnum við, að gleyma hinni upphaflegu
orsök allra hluta, hinum eina sanna og lifanda guði.
Yér skulum ímynda oss, að einhvers staðar sé verið að koma
upp húsbygging nokkurri, og maðr einn komi þar að og taki til að
rannsaka ofr grandgæfilega og vísindalega uppruna þessarar bygg-
ingar. Hann getr bent á staðinn, þar sem leirinn hefir verið grafinn
úr jörðinni, hnoðaðr, brenndr. þar næst sér hann, hvernig miirstein-
arnir, sem þannig eru til orðnir, hafa verið fluttir burt þangað sem
húsið skyldi standa á hestavögnum, járnbraut, skipum, eða öllu
þessu. Hann getr bent á staðinn, þar sem kalkið hefir verið