Sameiningin - 01.01.1887, Blaðsíða 14
174
N<ía íörkinni fyr meir, .,eins og eftirmynd (hinnar fyrri frelsun-
ar), oss hdlpna vegna upprisu Jesú Krists“. Drottinn tekr menn
inn í örk sáluhjálparinnar meö skírninni. Og svo er þá aö eins
aö varðveita þar guös-barna-hjartað til enda.
„þótt œði stormar heims um haf,
ei háski granda má oss ;
þeir bát vorn fœrt ei fá í kaf,
því írelsarinn er hjá oss.“
Köllun Abrahams er efnið í 5. lexíunni. Með þessari lexíu
byrjar eiginlega hin helga saga Israelsmenna. Ur þessu kemr
hinn útvaldi lýðr drottins fram á sjónarsviðið, fyrst eins og eitt
heimili og síðan eins og þjóð. Fyrirlieitiö um frelsið frá drottni
fylgir ætt Abrahams og þjóð ísraels ár eftir ár og öld eftir öld.
011 saga þessa lýðs snýst um þetta himneska fyrirlieit eins og um
miðdepil sinn eða möndul, og svo verðr þessi þjóðarsaga fyrir
þessa sök að heilagri sögu. Um leið og drottinn kallar Abraham
(eða Abram eins og hann eun hét og langt um lengr) burt frá
ættstöðvum sínum í Mesopotamía, gefr hann honum fyrirheitiö)
þetta: „Eg mun gjöra þig að mikilli þjóð og blessa þig“, og: „af
„þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta“. „Farðu
burt ur landi þínu og frá heimkynni þínu og úr húsi föður þíns“,
segir guð við hann, „til þess lands, sem eg mun vísa þér á“. Og
Abraham hlýddi og fór. |)að þarf trú, og hana sterka, til þess að
gjöra eins og Abraham. „Hann fór, þó hann ekki vissi, hvert fara
skyldi11 (Hebr. 11, 8). Ótal hættur hlutu að liggja fyrir framan
hann á leiðinni til lands þess, sem hann ekki þekkti neitt og vissi
eiginlega í fyrstu ekkert hvar var. Stórkosttegir erviðleikar hlutu
að bíða hans, ef hann legði á stað. Enn hann fór samt treyst
andi drottni. Fyrirheitið guðlega var honum eins og stjarnan
sem mörgum öldum síðar vísaði austrlenzku vitringunum veginn
til endrlausnarbarnsins í Betlehem. Drottinn kallar enn til jarð-
ríkis eins og á dögutn Abrahams. Hann kallar alla nú áleiðis til
síns fyrirheitna lands. Ert þú þá kominn á stað eftir orði drott-
ins ? Ef ekki, taktu þig þá nú upp tafarlaust. Abraham sá
dag frelsarans og gladdist, að vitni sjálfs Jesú Krists (Jóh. 8,
56). það er hœgra nú en þá að leggja út í lífsins hættur glaðr
af endrlausnarnáðinni drottins. þú liefir reynslu liðinna alda
þér til stuðnings í þeirri trú, að þér sé óhætt að fara þangað,
sern drottinn kallar þig, en þá líka hvergi óhætt ella.