Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1887, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.01.1887, Blaðsíða 15
175 Sagan unx hlutskifti þaS, er Lot, bróðursonr Abrahams, kaus sér, þá er þeir hættu aö búa saman, sem er efnið í 6. lexíunni, er meira en einfalt hugvekjuefni fyrir kristna rnenn. Drenglyndiö er hjá Abraham, eigingirnin hjá Lot. Hvort fetar þú nú, lcristinn maðr, í viðskiftum þínum við venzlafólk þitt eða nágranna þína eða sambýlismenn í fótspor Abrahams eða Lots ? „Heyrðu“, segir Abraham við Lot, „engin misklíð sé milli mín og þín, ekki heldr milli minna og þinna hjarðmanna, því við erum broeðr", og svo býðr hann honum að velja hvern blett af landinu, sem hann vilji, fyrir sitt bú, og Lot kýs sér frjóvsamasta blettinn í landinu. Óð- ar en Abraham verðr þess vís, að misklíð er byrjuð miili sinna manna og Lots manna, íiýtir hann sér að koma á friði og ein- ing aftr. Margir bíða með að laga þær misfellur, sem einatt vilja koma upp í samlífi þeirra, er saman eiga að vera, þangað til þær eru orðnar að loganda hatrseldi, og svo geta vinirnir, sem áðr voru, ekki úr því litið hver annan réttum augum. Menn láta óvildina magnast hið innra hjá sér, þangað til hjartað er hol- grafið. „Sjá, í hversu mikium skógi lítill neisti getr kveikt“ (Jak. 3, 5). Menn slökkvi neistann í tíma, og feti þar í fót- spor Abrahams. Yæri það gjört almennt, þá yrði margfalt gleðilegra að líta yfir samlíf skyldra og vandalausra en nú er- það reynist oft sannmæli þetta sorglega orð : „Frændr eru frænd- um verstir“. Slíkt er þó óhœfa meðal kristinna manna. Lot þóttist velja vel, þá er hann kaus sér svæðið umhverfis Jórdan sem var eins og aldingarðr. En Sódótna og Gómorra, borgirnar með hinum óguðlega lýð, voru á þessum stöðvum. Hann grœddi minna en hann hugsaði. það var hans óhappa-hlutskifti þetta Hugsaðu um hið andlega tjón, maðr, sem þú bakar þér, þegar þú lætr eigingirnina vera þitt œðsta lögmál. —,,Útlit og horfur44 er fyrirsögn á ritgjörð einni í ,,Fjallkonunni“ 1(). Okt. síðastl. f>að er eftirtektarverð og vel rituð grein út af hinu nú veranda bága ástandi á íslandi. f>ar er sýnt fram á, að landinu og jijóðinni sé yfir höfuð að hnigna, og í sið- ferðislegu tilliti er einnig sagt að mönnum sé að fara aftr. ,,Að vísu eru menn nú“, segir blaðið, ,,að sumu leyti mannúðlegri, siðprúðari og þýðari í hugsunarhætti en áðr, en í hreinleika hugarfarsins, hreinskilni, orðheldni, sannleiksást og sönnum drengskap hefir mönnum farið aftr. Verzlunaránauðin gjörði menn að aumingjum og og lamaði siðférðiskraft þeirra; hún innrœtti þeim tortryggni, óorðheklni og sviksemi í viðskiftum, og Jiessir brestir hafa feszt við Jijóðina. Oráðvendni í viðskiftum verðr æ almennari, og nú þykir ekki lengr minnkun að hafa fé af öðrum með skuldseigju, óorð- heldni og prettum. “ f>að er umhugsunarefni alvarlegt fyrir oss Islendinga þetta. —Á safnaðarfundi í Reykjavík 25. Okt. var meðal annars rœtt um innleiðslu hinnar nýju íslenzku sálmabókar við opinberar guðsþjónustur í Jieim söfnuði, og komst fundrinn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.