Sameiningin - 01.01.1887, Blaðsíða 5
—165—
mn ganga í himnaríki, heldr þeir einir, sem gjöra vilja míns
himneska íoður“. Og enn fremr segir hann : „Sá, sem heyrir
þessa mína kenning og breytir eftir henni, honum vil eg líkja
við forsjálan rnann, sem byggði hús sitt á bjargi..þar á móti
er sá, sem heyrir þessa mína kenning og breytir ekki eftir
henni, líkr heimskum manni, er byggði hús sitt á sandi“. Svo
maðr getr þá eftir þessu verið á þeim vegi, sem til glötunar
iiggr, þó að maðr heyri guðs orð, hrópi: herra, herra, beri krist-
ið nafn, standi í kristnum söfnuði, játi Krist í orði kveðnu
sem konung sinn. Kristið nafn hjálpar engum; kristið hjarta
og kristið líf er það, sem allt er undir komið. Hvorn hinna
tveggja llokka í þínu mannfélagi, þann, sem er með Kristi, lifir
í trúnni á hann, íylgir fram hans lífsreglum, eða þann, sem
ekki er með honum og þess vegna á móti honum, hvorn þess-
ar tveggja flokka hefir þú stutt á liðinni tíð ? Eg nefni tvo
flokka í kristninni eins og vér tölum um tvo pólitiska flokka.
En vel veit eg það, að enginn af oss getr sagt eða hefir rétt
til að segja, hverjir í þessum flokknum sé og hverjir í hinum.
Drottinn einn þekkir sína. Og þess vegna væri, ef til vill, rétt-
ara að tala að eins um tvær ólíkar og í rauninni alveg gagn-
stœðar stefnur, sem í andlegu tilliti ráða meðal kristins almenn-
ings. ])ú hefir, ef til vill, ekki hugsað um neina vissa stefnu
í andlegu tilliti, en að eins liugsað um að fylgja þeim og þeim
nianni, sem þér þótti að einhverju leyti mikið til koma, gang-
andi út frá því, að þér væri óhætt að vera þar sem hann var.
Svona hugsa margir og svona breyta margir í pólitisku tilliti.
þeir eru ekki að hugsa urn málefni, heldr um menn. En þetta er
nú einmitt rotnunin og dauðinn í hinu pólitiska lífi. Og ef
slíkt er eitr þar, þá er það eigi síðr eitr fyrir kristindómslífið.
Hugsaðu, maðr, ávallt urn sannleikann. Ef þú ert með sann-
leikanum, þá ert þú með Kristi. Konungr kristninnar er kon-
ungr í sannleikans ríki. þú átt eins og hann að bera sannleik-
anum vitni. Lifðu fyrir sannleikann, og deyðu fyrir hann líka,
ef á þarf að halda og drottinn vill. Og fljóttu þá aldrei í kjöl-
fari annarra manna, án þess þú vifirpneð vissu, að þeirra stefna
er sannleikrinn.
En sleppuin því nú alveg, hvernig hver einstakr í andlegu
tilliti eða kristindóminum viðvíkjandi hefir greitt atkvæði á lið-
inni tíð. Látum menn hafa greitt atkvæði í hjörtum sínutn og
með lífi sínu gegn því að Kristr hefði hjá oss yfirráðin. Lát-