Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1887, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.01.1887, Blaðsíða 16
—176— eftir talsverðar umrœður til þeirrar niðrstöðu með 48 atkvæðum gegn 38, að sálmabókina skyldi ekki inn leiða. Prestrinn og margir aðrir mæltu þó með því, að bókin væri inn leidd. Yfirburðum Jiessarar bókar fram yfir hinar eldri sálmabœkr virðist þó af eng- um hafa verið neitað, og aðalástœðan fyrir ]>ví að meiri hluti fundarmanna greiddi at- kvæði eins og hann gjörði sýnist ekki hafa verið önnur en sú, að þessir menn vildu gefa manni þeim, sem nú á og hefir til sölu leifar af síðasta ,,upplagi“ eldri bókarinnar, tœkifœri til að koma þessum gömlu bókum sírium út. Ahugi fyrir málefni kristindóms- ins hefir augsýnilega ekki ráðið á þessum safnaðarfundi Reykvíkinga. Vonanda er, að, þcir söfnuðir sé ekki margir, sem í þessu feta í fótspor Rvikrsafnaðarins. —Embættispróf á prestaskólanum í Rvík tóku þessir 11 guðfrreðingar síðast liðið sum- ar : Arnór Arnason, Arni f>órarinsson, Bjarni Pálsson, Björn Jónsson, Ilafsteinn Pétrsson,Hannes L. J>orsteinsson, Hálfdan Guðjónsson, Jón Jónsson, Olafr Stephensen, Páll Stephensen, Skiili Skúlason.—Af þessum mönnum var skömmu síðar Arnór Árnason gjörðr prestr í Tröllatungu, Árni |>órarinsson að Mikla-Holti, Bjarni Pálsson að Ríp, Björn Jónsson að Bergstöðum, Hannes L. J>orsteinsson í Fjallaþingum, Hálf- dan Guðjónsson í Goðdölum, Olafr Stephensen í Mýrdalsþingum, og Páll Stephen- sen í Kirkjubólsþingum.—Jón Thorsteinsen, kandídat frá 1884, enn íremr gjörðr prestr á Júngvöllum um sama leyti.—J>essir allir prestvígðir í Rvík af biskupi 12. Sept.— Jón Jónsson síðar í haust gjörðr prestr að Kvíabekk og prestvígðr 7. Nóv.—Séra Geir Bakkmann, fyr um prestr að Mikla-Holti, og sérajón Ásgeirsson, fyr um prestr á Rafnseyri, önduðust á síðast liðnu hausti. Ákveðið er, að næsti ársfundr kirkjurélags vors verði haldinn í Winnipeg. f>rír söfnuðir buðu til ársfundarhalds hjá sér í þetta skifti, nefnilega Brreðrasöfnuðr í Nýja íslandi og þeir tveir, sem gáfu sigfram þegar á ársfundinum síðasta: Víkrsöfnuðr og Winnipeg-söfnuðr. Hve næríjúní næst komanda fundrinn á að byrja verðr síðar auglýst. Winnipeg, 6. Jan. 1887. Jón Bjarnason, formaðr h. ev. lút. kkjufél. ísl. í Vh. ÆSTSkýrsla um 2. ársíund kirkjufélags vors, sem haldinn var á Garðar í Dakota 30. Júní til 2. Júlí síðastl., er til sölu hjá öllum ársfundarfulltrúum víðsvegar um söfnuði íélagsins, svo og hjá útgáfunefnd ,,Sam. “ í Winnipeg, fyrir io cents. Æ2T Um leið og einhver kaupandi blaðs þessa skiftir um bústað, þágjöri hannsvo veli að senda útgáfunefndinni línu um hina breyttu utanáskrift til hans, svo blaðhans verð, sent þangað sem það á að fara. ÆSTUtgáfunefnd ,,Sam.“ skorar vinsamlega á þá af áskrifendum blaðsins, sem borgun fyrir þennan árgang er ekki enn komin frá, að flýta nú borguninni sem mest. Æ3fEf einhver kaupandi ,,Sam. “ í Winnipeg eða annars staðar, sem á að fá blað sitt beinlínis frá útgáfunefndinni, fær ekki blað sitt, þá gjöri hann svo vel, að láta einhvern nefndarmanna vita það sem fyrst. En þeir, sem blöð sín eiga að fá frá einhverjum umboðsmanni vorum í hinum íslenzku byggðarlögum nyrðra eða syðra, snúi sér í þessu efni til hans, setn svo lætr oss aftr brátt vita, ef eitthvað er vansent eða missent, og verðr þá hið fyrsta úr því brett of oss. “SAMEININGIN” kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi $1.00 árg. ; greiðist fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins : 190 Jemima Str., Winnipeg, Manitoba, Canada.—Utgáfunefnd : Baldvin L. Baldvinsson, Jón Bjarnason (ritstj.) Friðjón Friðriksson, Páll S. Bardal (féhirðir), Magnús Pálsson. Prentað hjá Mclntyre Bros., Winnipeg, af Bergvin Jónssyni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.