Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1887, Síða 1

Sameiningin - 01.04.1887, Síða 1
Mánað'arrit tii stuðnings lárlcju og kristindómi íslendinga, gefuf út af hinu ev. lút. kirJcjufélagi ísl. í Vestrheimi. RITSTJÓRI JÓN BJARNASON. 2. árg. WINNIPEG, APEÍL 1887. Nr. 2. Margir búast v-iS fjölda fólks hingaö til lands heiman aö frá íslandi á komanda sumri. Menn búast við þessu af því árferðiö á Islandi hefir verið svo afar bágt í seinni tíð, sem aftr hefir leitt til þess að hagr alniennings hefir gjörzt svo erviðr að eigi virðist lengr fyrir mörgum unnt undir að rísa. Blaðamennirnir íslenzku, auk heldr aörir, ganga nú orðið út frá því að þjóðin í heild sinni sé farin að „missa móð- inn“, og jafnvel þeir, sem eru að brýna það fyrir almenningi að menn megi ekki láta bugfallast, virðast sjálfir hafa „misst móðinn“, því þeir geta ekki bent á neitt verulegt atriði, sem jafnvel í þeirra eigin skoðan sé óyggjanda úrræði þjóðlífinu ís- lenzka til viðreisnar úr nú veranda vandræðaástandi. Eitt blað- ið íslenzka, „Fjallkonan", fór í haust (16. Okt.) svo sterkum orðum um vandræðin heima : „ Rakni nú ekki vonum betr úr öllu þessu eymdaástandi og komi nú ekki veltiár til lands og sjávar, má búast við, að hver, sem vetlingi getr valdið og einhvern eyri hefir, fari til Ameríku, en þá velta hinir, sem eftir verða, út á sveitina, sýslufélagið, landsjóðinn". Ritstjórn- in kvaðst síðar mundu um það tala, hvað nú ætti til bragðs að taka til að reyna að rétta við. En hún viröist eigi hafa treyst sér til fremr en hin önnur blöð að benda á nokkuð slíkt, og fer því fjarri að vér viljum lá hinum íslenzku blaðamönn- um þetta. það er ekki nema eölilegt að þeir „missi móðinn“ í baráttunni fyrir viöreisn þjóðarinnar, þegar þeir sjá ekki annað en hnignan og hugleysi allt í kringum sig.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.