Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1887, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.04.1887, Blaðsíða 5
—21— fólksins, en snerta miklu síðr eldra fólk, og svo verðr ávallt að muna eftir því, að stefna sú, sem œskulýðrinn tekr, gjörir útslagið með tillit-i til þess, hvar þjóðflokkr vor stendr hér í landinu ú ókominni tíð. Hnigi hinn aðkomandi œskulýðr vor niðr á bóginn í andlegu tilliti óðar en hann kemr hingað, nái hinn niðr stígandi strauinr í þjóðlífinu hér hinu unga fólki voru með sér, þá getum vér sagt að allt só farið fyrir hinum íslenzka þjóðflokki í Ameríku. Hin næsta framtíð hér flytr íslendinga þá til heljar, og hefði þáverið margfalt betra, að allir hefði heima setið á hinu íatœka Islandi við öll þau vandræði með tilliti til daglegs brauðs, sem vér allir þekkjum svo vel þar heima Og svo er þá að koma með ráð til þess að eigi þurfi svo hörmulega að fara fyrir þjóð vorri hér. það má óneitanlega nokkuð halda hinu unga nýkomna fólki frá þeim stöðum hér í mannfélaginu, sem slíkum mönnum eru hættulegir fyrir hið andlega líf þeirra. það má benda á vissar vistir, sem enginn sá, er gæta vill sóma síns, ætti við að líta. það má segja mönn- um fyrir frám, meðan þeir ekki þekkja neitt til, frá ýmsurn freistingum, þeim áðr óþekktum, sem þeir megi vera við búnir að mœta. það má talsvert að því styðja að sem flest af ný- komnu fólki, allir þeir, sem efnanna vegna eiga þess kost, taki sér bólfestu úti á landi, þar sem lífið er líkara því, sem er til sveita á Islandi, heldr en hér í bœjunum. Og fáeinum ung- lingum ætti allt af að mega útvega vistir hjá vitanlega vönd- uðu fólki. En þetta út af fyrir sig vegr ekki mikið. Fjöldi fólks, og það cinmitt helzt unga fólksins, hlýtr, í*bráðina að minnsta kosti, að lenda í bœjunum. það þarf að vinna sér og sínum inn dálítið af peningum, og það er venjulega miklu auð- veldara, éinkum fyrir stúlkur, í bœjum en á landsbyggðinni. Og þá er óhugsanda annað en að margir lendi á þeim stöðum, þar sem hinn andlegi lífsstraumr stefnir niðr á bóginn. Oft er hart um atvinnu, og bláfátœkt nýkomið fólk verðr að gjöra sér að góðu nálega hvað sem býðst. Menn eiga yfir höfuð ekki kost á að velja um vistir þar sem bezt er hvorki mcð tilliti til launa, né heldr, og það í rauninni enn þá miklu síðr, með tilliti til þess, hvcrnig það fólk er, sem hjá er unnið eða saman er unnið með. Hvað er þá unnt að gjöra meira ? það sem lang-mesta þýðing heíir, er eftir; og það er þetta : að út búa einstaklinginn, sem út í lífsins margvíslegu freistingar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.