Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1887, Side 9

Sameiningin - 01.04.1887, Side 9
—25— ið til grafarinnar og fundið þar allt eins og konurnar höfðu frá sagt. þeir trúa ekki að heldr. þeir trúa ekki fyr en Jesús hafði útlagt fyrir þeim ritningarnar, nefnilega spádórna hins gamla testamentis, Messíasi viðkomanda, og síðan látið augu þeirra opnast, svo þeir sáu, að sá, sem við þá var að tala, var Jesús. Og Tómas. Allir muna, hvað til þess þurfti, að hann fengist til að trúa því að hinn krossfesti Jesús væri upp risinn. En þegar hann loks varð sannfœrðr af því, sem hann sá, sagði hann undrandi og tilbiðjandi: „Drottirm minn og guð minn ! “ þegar lærisveinarnir eru, hver um sig fyrir eigin sjón, orðnir sannfœrðir um það, þvert á móti því, sem þeir böfðu við húizt, að Jesús er upp risinn, þá vita þeir, að hann er líka guð. Er það ekki heilbrigðri skynsemi með öllu óskiljanlegt, að læri- sveinarnir hefði látið á tálar dragast og tekið til að trúa því að Jesús væri upp risinn, hefði hann aldrei upp risið, þar sem slílc trú var algjörlega gagnstœð þeim hugsunum, sem ríktu í sálum þeirra um það leyti og rétt eftir að Jesús dó ? Og Páll postuli, hinn upplýsti, hámenntaði Farísei, sem upphaílega og lengi vel hataði svo hjartanlega þá hugsan, að sá, sem krossfestr var, hefði getað risið upp og hefði risið upp, hann sem setti sér það mark og mið að upp rœtahinn kristna trúarfiokk úr heim- inum hvað sem það kostaði, liann hefði átt allt í einu að fara án gildra sannana að trúa því að Jesús væri upp risinn og á lífi,—það þarf óskiljanlega trúgirni til að trúa því! Slíkt er með öllu óskiljanlegt. En þá er hitt: það að postularnir hafi vitað, að Jesús var ekki upp risinn, og logið því svo að öllum, gengið með þann lygaboð- skap heimsendanna á milli, að hann hefði risið upp og væri lifandi ? Getrnokkrum í alvöru komið slík hryliileg og heimsku- leg hugsan í lrug ? Yér trúum því varla. Hvað átti að koma þeim til þessa ? Von um jarðneska uppliefð eða jarðneska sælu ? Vissu þeir ekki, út í hvað þeir voru að ganga, þá er; þeir hófu sína kristniboðsgöngu út um heiminn ? Sáu þeir ekki brenn- anda bál ofsóknanna fyrir framan sig hvert sem þeir sneru sér með þann boðskap að Jesús væri upp risinn ? Hvað gat þá kom- ið þeim til þess að fórna lífi sínu fyrir þennan boðskap ? Ef til vill, von um eilíft dýrðarendrgjald í öðru lífi? Var það þá sam- kvæmt þeim siðalærdómi, sem Jesús hafði kennt og innrœtt þeim, að það mætti ljúga menn fulla um það eða það, og svo.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.