Sameiningin - 01.04.1887, Page 11
■27-
indómsins, að hinar grimmu og blóöugu ofsóknir frá hálfu Gyð-
inga og heiðingja gengu yfir kristna menn. Hinn heiðni róm-
verski sagnaritari Tacitus segir frá því, hvílíkr grúi af kristn-
um mönnum hafi verið í Rómaborg um árið G4, og hin hrylli-
lega grimmd, sem þá var farið við þá að beita, að boði Nerós
keisara, átti að upp rœta það hjá þessu fólki, er þessi merki rit-
höfundr kallar „voðalega hjátrú", sem auðvitað fremr öllu öðru
var trúin á guðdórn Jesú og upprisu hans frá dauðum. Ann-
að dœmi má nefna: I byrjan 2. aldar ritar Plinius landstjóri
í einu fylki Litlu-Asíu Trajan keisara í Róm bréf og skýrir
honum frá, hvílík mergð kristinna manna sé í umdœmi sínu, og
biðr hann segja sór, hvernig hann eigi með þá að fara. Úr
játning einstakra ákærðra kristinna manna, sem aftr lrafi kall-
að kenning sína, til fœrir hann þetta meðal annars: að þeir só
vanir að koma saman á ákveðnum degi fyrir birting og að
syngja víxlsöngva til Krists sem guðs. Svo það er þá
algjörlega víst, að í fyrstu kristni trúði almenningr í hinum
kristnu söfnnðum því að Jesús Kristr væri guð, og fyrir þá trú
var það að ofsóknirnar voru látnar dynja yfir kristna menrr. Og
menn sjá, að kenning nýja testamentisins viðvíkjandi Jesú Kristi
er alveg samhljóða við þá trú, er postularnir boðuðu þjóðunum
og setn frá upphafi var lífsaflið mikla meðal kristinna inanna.
Jesús er sannarlega upp risinn. ]>aö er söguleg vissa, sem eigi
verðr hrakin. En sú vissa hjálpar hinum einstaka manni ekkert, ef
Kristr er ekki líka upp risinn í hjarta hans. Ef Kristr er elcki
upp risinn í þér, maðr, þá er trú þín ónýt. En ef þú liefir leyít
honum að upp rísa í þér, þá berðu líka stöðuga sönnun í hjarta
þínu fyrir því að hann sé guð blessaðr um aldir alda.
Lexfur fyrir sunnudagsskólann : annar ársfjórðungr 1887.
5. lexía, sd. 1. Maí: ísrael í Egyptalandi(2. Mós. 1,6-14).
'6. lexía, sd. 8. Maí: Barnið Móses. .. .(2. Mós. 2, 1-10).
7. lexía, sd. 15. Maí: lvöllun Mósesar.. .(2. Mós. 3, 1-12).
8. lexía, sd. 22. Maí: Páskalambið.. . .(2. Mós. 12, 1-14).
!). lexía, sd. 29. Maí: Rauðahafið. . . .(2. Mós. 14, 19-31).
NÝ RIT,—í sumar, sem leið, hélt cand. theol. Hafsteinn
Pétrsson í Reykjavík fyrirlestr um Grundtvig, hinn alkunna