Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1887, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.04.1887, Qupperneq 13
29— látt. Og hvernig tekst honum þá að sýna mönnum skynsem islega, að ];að sé ekki óréttlátt ? Hann segir; „Allt þaö, sem heíir einhvern snefil af eyðilegging, af sjúkdómi, af dauða, er eigi sent af honum (guði); það er sent af sjáifum oss yfir oss sjálfa", og þessi seinustu orð eru prentuð með gisnu letri til að sýna áherzluna, er á þeim liggr. Svo allt hið óendanlega böl, sem áumingja-mennirnir liggja undir, hafa þeir sent yfir sig sjálfir ! Svo turninn, sem féll yfir mennina í Sílóam á Krists tímum, var sendr yfir þá af þeim sjálfum ! Svo jarðskjálftinn í Charleston í fyrra og þær hörmungar, er þar með fylgdu, var sending frá því fólki sjálfu, er fyrir þeim vandræðum varð, yfir sjálft sig! Hver skilr nú ? Og ekki batnar, þegar rétt á eftir þessarri óskynsamlegu setning er sagt, að „vér verðum stundum hrifnir af reimum og tannhjólum þessarar feykimiklu maslcínu (heiminum) og molaðir og marð- ir“. Svo þá er hið jarðneska höl orðið oss ósjálfrátt! Hvað ræðr gangi þessarar vélar eftir Jansons skoðan ? Hið eilífa náttúrulögmál, segir hann. Frá hverjum er það lögrnál ? Frá guði auðvitað. Er guð ekki alskyggn, almáttugr, eilífr kærleikr ? Ekki neitar Janson því. Hvernig víkr því þá við, að hann skapar þessa heimsmaskínu eins og hún er og lætr þetta nátt- úrulögmál sitt hrinda lienni á stað, vitandi það með fullkom- inni vissu, að hún, þessi voðalega vél dráps og eyðileggingar, hlýtr að lenda á óteljandi þúsundum þúsunda mannaumingja og merja þá og mola miskunnarlaust ? Nei, hór er ekkert und- anfœri með tóma skynsemina. það hœtir ekkert úr fyrir guði með tilliti til stjórnar hans á heiminum að segja að það sé heimsvélin, en ekki guð sjálfr, sem menn ýmist sjálfrátt eða ósjálfrátt lenda undir; því hver skóp þá vél nema guð ? hver hleypti henni á stað nema guð ? liver heldr henni í gangi nema guð með sínu ósveigjanlega náttúrulögmáli ? þegar Janson talar um guð Gyðinga og guð kristinna manna, þá er hann í fullkominni mótsögn við sjálfan sig. Sé það frá skynseminnar sjónarmiði grimmr og ranglátr guð, sem kemr fram í gamla testamentinu, þá er hann engu síðr grimmr og ranglátr sá guð, sem þann dag í dag ræðr og ríkir í heimin- um. En sannleikrinn er þetta: „Mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir og yðar vegir ekki mínir vegir, segir drottinn" (Esaj. 55, 8). Vér verðum að trúa því, að drottinn sé kærleikr-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.