Sameiningin - 01.04.1887, Side 15
—31—
leggja þeir í sölurnar til þess aö breiða það, er þeir kalla evan-
gelíum kristindómsins, út á rneðal hinna myrkvuðu mannssálna
í heiðingjalöndunum í samanburði við kristniboð kirkjudeild-
anna, er Janson kallar „rétttrúaðar“ í háði? Hve kröftugr er
kærleikr í/míara-kristindómsins, þá er til þess kemr að leggja
lífið í sölurnar fyrir milíónirnar í hinum yztu andlegu myrkr-
um hór á jörðinni ? það er lítið annað kunnugt af þeirra kristni-
boði á þessari öld en það, að þeir hafa sína agenta riti hingað
og þangað í kjölfari þeirra kirkna, er trúa á Jesúm eins og hin
helga ritning vor lýsir honum, en þó naumlega annars staðar en
þar sem allra þæginda verðr notið í jarðneskum efnum, og tína
til sín rotnu fiskana, sem slœðzt hafa með í net þessara kirkna,
eða, ef menn vilja heldr orða það svo, hafa veiðistöð í sjálfri
kristninni með þeim huga að taka það, er vér köllum kristna trú,
frá svo mörgum sem þeim er unnt. Ef kærleikr Únitara er
svo mikill út af hinni svo kölluðu trú þeirra, eins og hr. Janson
gefr í skyn, hví flýta þeir sé þá ekki út á meðal milíónanna, sem
ekki hafa minnstu kristindómsskímu, til þess að bregða þar upp
ljósi í myrkrunum ? það að þeir gjöra það ekki sýnir einmitt, að
kærleikr þeirra er næsta daufr, og að þeir standast lengr en
flestir aðrir að horfa upp á þá, er í verstar ræningjahendr hafa
hrasað hér við veginn og liggja þar andvarpandi í blóði sínu,—
hjálparlausa. Huggurn oss við það, hugsa þeir, að það er engin
eilíf fyrirdœming til; þessir aumingjar kveljast. þó ekki eilíflega.
Og svo sitja þeir rólegir heima, án nokkurs heiðingja-kristniboðs,
og halda að sér höndum. það er alkunnugt að um kristniboð var
nálega alls ekkcrt hugsað í hinum prótestantiska heimi meðan
vantrúin, Únitara-stotmin, var þar ráðandi í kirkjunni á síðast
liðinni öld. Af hverju ? Af því að þegar trúin á hið yfirnátt-
úrlega í kristindóminum er út dáin, þá er kærleikrinn um leið
farinn.
Kristofer Janson trúir ekki á guðdóm Jesú Krists. Hann
trúir því, að Jesús hafi að eins verið maðr. En hvað á það þá að
þýða, eins og hann gjörir, að fara að biðja til guðs í Jesú nafni ?
Er það elcki hrein og bein rammpápisk dýrlinga-dýrkan ? Er
nokkurt vit í því, frá skynseininnar sjónarmiði, að fara að óska
mönnum guðs blessunar í nafni Sókratesar, Konfúcíusar, þorgeirs
Ljósvetningagoða, Bjarnar Gunnlaugssonar ? eða Kristofers Jan-
sons og Bjarnar Pétrssonar ? Er ekki Jesixs eftir allt saman orð-