Sameiningin - 10.04.1888, Page 2
ar mynclir. þaS eru Realistarnir, sem svo eru kallaðir,
skáldin, sem halda sér við hina verðandi tíð eins og hún
kemr þeim fyrir sjónir á yíirborðinu. Idealistarnir í skáld-
skapnum geta dregið upp ljcimandi málverk, en þau eru
sum hver hvergi til nema í þeirra eigin ímyndan. Realist-
arnir taka ljósmyndir af tilverunni, en Ijósmyndirnar eru í
rauninni ávallt skuggamyndir. Myndin kemr áreiðanlega
út, en skuggamynd er það engu að síðr. Og það er nú
einmitt þetta, sem þetta nýja skáldakyn er vítt fyrir. það
er von, að meira beri á því, sem er ljótt og leiðinlegt,
heldr en því, sem er fagrt og yndislegt, í því málverki af
hinum jarðneska mannheimi, sem á að sýna hann nákvæm-
lega eins og hann er eða birtist á yfirborðinu fyrir rnanns-
auganu, því syndin hefir vitanlega runnið inn í hann og
hefir hér svo voðalegt ríki. Allt, sem syndinni er háð, er
í skugganum, og myndin, sem af því er tekin, sé hún að
eins tekin í jarðnesku clagsljósi, eins óg nútíöar-Realistamir
yfir höfuð að tala gjöra, hlýtr ávallt að verða skuggamynd.
Sumum þykir nú miðr, að Realista-stefnan er á vorri tíð
farin að verða ráðandi í skáldskapnum, og einstöku mönn-
um virðist hún vera hrein og bein aftrför, og þeir ætla, að
hún muni eigi verða til annars en að draga mannlegan
anda niðr í saurinn. Og það kann vel að vera, að sumir láti
þessa skoðan á tilverunni fara svo með sig, láti hana taka
frá sér trú á allt, sem er gott og guðlegt, kippa fótunum
undan sínuin kristindómi. Og þá er sannarlega illa að ver-
ið. En það á ekki og það þarf ekki að fara svo. Skugga-
myndir Realista-skáldanna þurfa ekki fremr að gjöra út af
við neinn mann í andlegu tilliti heldr en það í mannlífínu
og hlutanna gangi á vorri tíð, sem þessar myrku myndir
tákna. Yér þurfum, ef vel á að vera, að horfa á mann-
lífið hér í myrkraheiminum með kristnum trúaraugum. Og
alveg eins þurfum vér að skoða myndimar af þessu sama
mannlífi, sem koma fram í skuggsjá Realistans, frá sjónar-
hæð hinnar kristilegu opinberunar. Svo er öilu óhætt, og eng-
in ástœða til að harma yfir því, að Realistarnir eru farnir
að ráða skáldskaparstefnunni á vorri tíð. Skáldskaprinn
eins og hvað annað er í hendi guðlegrar forsjónar. Og