Sameiningin - 10.04.1888, Qupperneq 9
—41—
gefnar“ ? Og er þaö ekki trnin á Jesúin Krist, sem heldr
hu gum manna við himininn, sem minnir alla menn á ábyrgð-
ina, er þeir bera á liugsunum sínum, orðum og lífi, heimt-
ar, að menn sé í sannleikanum, ástundi kærleikann, for-
dœmir óhreinleik og eigingirni, lygi og svik, lieift og
hefndargimi, harðýðgi og liroka, mammons-þj ónustu og
auraelsku ? -—• þessu þorir naumast neinn að neita. En
samt verðr sá fiokkr, sem ber Jesúm Krist hinn kross-
festa í merki sínu, sem prédilcar þessa trú, ávallt fyrir
mótmælum. Af hverju? Ekki af því, að það er svo mik-
ið af synd og breyskleika hjá fólkinu í þessum hópi.
því mótmælin minnka ekki eftir því, sem trúarlífið verðr
fullkomnara í hinum kristna söfnuði, lieldr Jivert á móti.
því meira sem er af synd í söfnuðinum, því rninni verða
mótmælin, því betr líkar heiminum. Mótmælin frá heim-
inum gegn lcirkjunni hafa aldrei verið eins lítil eins og
meðan mest var spillingin í kirkjunni. Með miðaldakifkj-
una gjörðu menn sig yfir höfuð ánœgða, af því að hún
var svo óhrein og vanheilög, var nærri því eins og heimr-
inn. þegar kirkjan fetar í fótspor Jesú og heldr ineð orði
og verki hans kenning á iofti, þá brýzt hatrið fyrst fyrir
alvöru út, þá lieyrast mótmæli úr öllum áttuin. þegar kirkj-
an segir heiminum með hans ranglæti og fláttskap og ólirein-
leik og kærleiksleysi, vantrú og svívirðingum, stríð á hendr,
þá þarf ekki lengi að bíða eftir mótmæluin. En svo lengi
sem kii'kjan lofar öllu illu að vera eins það vill vera, svo
lensci sretr hún haldið nokkurn veginn fullkomnum vinsæld-
urn af heiminum. „Ef þér væruð af heiminumý segir Jes-
ús við lærisveina sína, „þá inyndi heimrinn líklega elska'
sitt eigið; en af því að þér eruð ekki af heiminum, ]iá hat-
ar heimrinn yðr“ (Jóh. 15, 19). Munum eftir spádóminum
Jesú Kristi viðvíkjanda, sem hinn gamli Símeon flutti í must-
erinu í Jerúsalem, þá er hann hélt á honum sem kornungu
barni í örmum sínum: „þessi er settr til að verða mörg-
um í Israel til falls og mörgum til viðreisnar, og til að
verða það tákn, sem á móti verðr inælt“ (Lúk. 2, 34).
Fyrst er að falla, svo er að vera reistr við—af orði drott-
ins. Hinn fallni maðr vil.l feginn láta reisa sig við,—og