Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 10.04.1888, Blaðsíða 10

Sameiningin - 10.04.1888, Blaðsíða 10
42- því mótmæla menn yfir höfuS að tala ekki. En þegar krist- indómrinn kemr til a<5 varpa í duftið þeim manni, sem stendr upp réttr, þá eru mótmæli vís. þá er gefið, að menn taka til að spyrna á móti broddunum. 0g mótmælin haldast við leynilega eða opinberlega, svo lengi sem menn spyrna á móti. Menn muni eftir Páli postula, meðan hann spyrnti á móti. Hann inótmælti; hann œddi á móti söfnuöi drott- ins. Hann rétti út sína hjálparhönd og fagnaði, þá er Stefán var grýttr. En loks hné hann til jarðar, og hann heyrði rödd, sem sagði: „Sál, Sál, hví ofsœkir þú mig?“ Hann spyr, hver það sé, sem við sig tali. 0g honuin er svarað: „Eg er Jesús, sem þú ofsœkir". (Pg. 9, 4-5). Lengr gat hann þá ekki spyrnt á móti, og svo verðr Jes- ús lionum nú til viðreisnar.—Jesús er táknið, sem menn mæla á móti, svo lengi sem kristindómrinn segir heiminum, syndinni, stríð á hendr, svo lengi sem hinn kristni trúar- flokkr, kirkjan, fer í aðra átt en heimrinn. VTei þeim kristindómi, sem ekki fær nein mótmæli, því það er vottr þess, að hann segir syndinni ekkert stríð á hendr, og er því í raun og veru enginn kristindómr. Yei þeim söfnuði, sem enginn mælir á móti, því það sýnir þá, að sá söfnuðr heldr ekki Jesú Kristi fram sem tákni og er í sannleika ekki kristinn. Vei þeim játanda Jesú Krists, sem hverfr frá kirkjunni undir eins og hún verðr fyrir mótmælum frá heiminum, því það sýnir, að liann métr það meira að þókn- ast mönnum en að þóknast guði. „Ætlið eigi,“ segir Jesús, „að af minni komu muni friðr standa á jörðu; ekki mun hún friði valda, heldr styrjöldum“ (Matt. 10, 34). Og enn fremr segir hann: „Eg er kominn til að senda eld á jörðu“; og þegar hann sagði það, bœtti hann við: „Og hve íeginn vilda eg, að hann þegar væri kveiktr“ (Lúk. 12, 49). Svo ætli þá enginn, að vér geturn haldið hér — eða nokkurs staðar í heiminum — uppi kristindómi eða kristnum söfnuði, er kappkostar, að feta í fótspor Jesú Krists og postulanna, og verða þó ekki fyrir neinum mót- mælum, liafa allra manna vinsældir, stöðugan frið. „þessi flokkr fær alls staðar mótmæli“ — það þarf að vera öll- um kunnugt, er kristinni kirkju vilja til heyra með lífi og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.