Sameiningin - 10.04.1888, Side 13
Vertu hjá mér, herra minn,
hörS er kremr sjúkdómspína;
lát í beiskan hikarinn
blandast sœta liuggun þína;
veg mér út a£ vísdóm þínum
veikum eftir kröftum mínum.
Vertu hjá mér, herra rninn,
héSan þegar burt skal víkja;
leið mig þá til Ijóssins inn
lífsins braut til himnaríkja.
þegar eymdir enda mínar,
eg mig fel í liendr þínar.
í ritgjörSinni eftir séra FriSrik J. Bergmarin, sem
stendr í Sam. II, 7 og 8, er meSal annars all-mikiS minnzt
á Justioius Martyr (píslarvott) og rit þau, sem eftir hann
liggja kristindóminum til varnar, og þess er þar getiS, aS
hann hafi liSiS píslarvættisdauSa í Rómaborg áriS 166 e.
Kr. í söinu ritgjörS er og í neSanmálsgrein nefndr á
nafn maSr, sem Tatian hét, og sést þar, aS sá rnaSr
samdi guðspjalla-harmoníu eSa rit, þar sem öll hin fjögur
guSspjöll nyja testamentisins voru dregin sarnan í eina
samhljóða heild. þessi Tatian var lærisveinn Justinusar og
snerist fyrir kenning hans til kristinnar trúar; var hann
ættaSr frá Assyríu, en átti heima í Rómaborg, þá er hann
kristnaðist, og var þar mælskukennari. það er talið víst,
að hann haíi ritað eSa lokiS við aS rita harmoníu sína
fám árum áðr en liann dó, 174. En til allrar ógæfu týnd-
ist þetta rit seinna, eSa inenn liafa lengi ekki vitaS annaS
en að það væri týnt, og séra Helgi Hálfdanarson minnist í
kirkjusögu sinni á það sem týnt rit. })að aS Tatian hafði
ritaS h a r m o n í u vissu seinni tíma inenn í rauninni aS eins
fyrir þá sök, aS Eusebius frá Cæsarea (f 340), er nefndr
hefir veriS „faSir kirlcjusögunnar‘‘ af því að hann er höf-
undr hinnar fyrstu almennu kirkjusögu, sem til er, segir í þessari
«ögu sinni frá því, að þetta rit liafi legiS eftir Tatian. Eusc-