Sameiningin - 01.06.1888, Síða 7
lendinga, heldr fyrir þá sök, að nú bar svo vel til veiði
fyrir henni, að einn Islendingr hefir rétt nýlega hnigið
henni í -skaut, sem gefr sig út fyrir evangeliskan prédik-
ara. })að mætti segja, að hún liati áðr viljað veita Islend-
ingum hér hina andlegu fœðu sína, en að hún hafi ekki
getað það fyr en nú; því að hún hafi engan Islending eða
íslenzku-talanda mann haft til að „veita á borð“ fyrir þessa
útlendinga, fyr en „evangelistinn“ Jónas Jóhannsson barst
henni upp í hendrnar. Enda virðist dr. Bryce, sá er nefndr
er í annarri greininni úr „Free Press“, sem til fœrð var í
upphafi ritgjörðar þessarar, í bréfi upp á fyrirspurn frá
nokkrum leiðandi mönnum hins íslenzka safnaðar hér við-
víkjandi þessu presbyteríanska kristniboði, gefa í skyn, að
hann skoði komu Jónasar sein bending frá forsjóninni um
að láta verða af þessu kristniboðsstarfi meðal Islendinga ').
En þessi ástœða fyrir nefnda kirkjudeild til þess að hefja
nú lcristniboð meðal Islendinga ætti í augum skynsamra
manna af fólki voru ekki að vera stórt betri en hin. því að
þessi maðr, sem nú á að nota til þess að halda boðskap
presbyteríönsku kirkjunnar á lofti meðal Islendinga er, hvoð
sem trú hans líðr, svo óheyrilega ómenntaðr og þekbing-
arlaus, að hann hlýtr að teljast með öllu óhœfr til að
prédika opinberlega, að minnsta kosti fyrir íslenzkuin almenn-
ingi. Og vér höfum svo háa hugsan um presbyteríönsku
kirkjuna, að vér teljum víst, að liún dirfðist ekki að hafa
neinn slíkan mann fyrir prédikara meðal ensku-talanda fólks.
En íslendingum má allt bjóða, hugsa þessir presbyteríönsku
herrar líklega. Og svo koma þeir sér niðr á því að senda
voru fólki Jónas. Off svo keinr hann með annan eins
O
sálmaslcáldskap til að byrja með eins og þann, er nýlega
1) Hann scgir svo í þessu bréli sínu :
,,As to whether we shall organize an Icelandic congregation, altogether
depends on the way in which the Lord may lead us. It seems to us that the
earnest young Christian, Mr. Jonas Johnson, having been thrown amongst us,
along with his showing a desire to take a full College course for the min-
istry, justifies us in affording him facilities for holding services among his
people. Should there be no need here for his work, other fields of useful-
ness will no doubt be opeíied up.“