Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1888, Qupperneq 9

Sameiningin - 01.06.1888, Qupperneq 9
Ferming er nú þetta árið fyrir skömmu af lokiS í liinum ýmsu íslenzku söfnuðum, sem standa í kirkjufélagi voru eða sem þjónaS er af prestum, er því heyra til. I Winni- peg-söfnuði fór ferming fram á hvítasunnunni, en annars staðar inun henni nokkru áðr hafa verið af lokið, bæði í Dakota-söfnuðunum, Xýja Islandi og söfnuðum þeim, er séra N. Steingrímr þorláksson þjónar í nýlendunni íslenzku umhverfis Minneota í Minnesota. I söfnuðunum í hinni svo nefndu Argyle-nýlendu, í nánd við Glenboro-járnbrautarstöð, hér vestr í fylkinu, fór engin ferming fram, en að eins tvö ungmenni þaðan voru fermd ásamt fermingarungmennum Winnipeg-safnaðar. Vér höfum enn þá ekki skýrslur í höndum um það, hve mörg ungmenni hafi fermd verið á hverjum stað, en vonum að geta skýrt frá því síðar í „Sam.“, enda ætti skýrslur um fermingar, jafnóðum og þær fara fram í hin- um ýmsu söfnuðum, framvegis að birtast almenningi í kirkju- blaði voru. Sé ferming'arundirbúningrinn eins og vér allir óskurn að hann sé, ]?á þýðir hver einstök ferm- ing ákaflega mikið fyrir framtíðarlíf safnaðanna og kirkju vorrar yfir höfuð að tala. það hvernig fermingarundirbún- ingrinn heppnast hjá oss ræðr því í rauninni fremr en nokkuð annað, hvernig hér fer um kristindómsmál þjóð- flokks vors á ókominni tíð. Só ungmennið, sem fermist, í sannleilca undir fermingar-athöfnina búið, sé hjarta þess a undan fermingardeginum orðið opið fyrir endrlausnarev- angelíi kristindómsins, þá má út frá því ganga sem hér Um bil vísu, að ekki einungis það sjálft grœði stór-mikið á því að fermast, að því leyti nefnilega, að það bindr sig nieð fermingunni fyrir alla æfina við náðargjöfina frelsarans, er áðr var því innsigluð með heilagri skírn, heldr og að safnaðarfélagið eða kirkjan, sem það til heyrir og sem hefir leitt það til drottins, verði fyrir ómetanlegum framtíðargróða um leið og slíkt ungmenni ineð fermingunni kýs sér heiin- di til æfiloka í þessari sömu kirkju. Fermingin þarf endi- lega að verða brennipunktrinn í öllu voru kirkjulega lífi. Verði fermingin lijá oss lítið eða ekkert annað en dauð seremonía, eins og fleirum sinnum hefir í „Sam.“ verið var- að við að hún yrði látin verða hjá oss, ])á getr naumast

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.