Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1888, Síða 4

Sameiningin - 01.09.1888, Síða 4
—108— hcnni bæði meS já og nei. Fermdir og fullorSnir íslend- ingar eru yfir höfuS aS tala allir læsir, en af þessum sömu eru ákaflega margir, sem ekki kunna aS lesa. Og þeg- ar vér segjum, aS margir þeirra, sem læsir eru, kunni eigi aS lesa, þá eigum vér ekki fyrst og fremst, og því síSr ein- göngu, viS þá, sem stirSir og seinir eru í lestrinum, þá, sem örSugt eiga meS aS komast fram úr því, sem ritaS (prentaS) stendr; því um þá munu flestir, ef ekki allir, segja, aS þeir kunni í rauninni ekki aS lesa. Yér erum öllu heldr aS hugsa urn þá, sem meS réttu má segja um, aS þeir lesi reiprennandi, um þá, sem hiklaust meS því aS líta á bókina geta komiS meS þaS, er þar stendr svart á hvítu. Margir þeirra, sem þannig eru fluglæsir, kunna ekki aS lesa. „Sjá- andi sjá þeir ekki, og heyrandi heyra þeir ekki“, sagSi Jesús um heila hópa af þeim mönnum á sinni tíS, sem höfSu hann í eigin persónu fyrir augunum og greinilega meS eigin eyrum hlustuSu á þaS, sem hann sagSi. þeir sáu, og sáu þó ekki. þeir heyrSu, og heyrSu þó ekki. Eins má segja um marga fermda og fullorSna meSal vors fólks: Lesandi lesa þeir ekki. þeir eru allir læsir, en margir kunna þó ekki aS lesa. HvaS er skrifaS ? Hvernig les þú ? þaS, aS læsir menn hafa svo lítil not og oft alls engin not af því, sem skrifaS stendr, og af því, sem þeir lesa, hversu gott, sem þaS nú er, sem þeir lesa, þaS kemr, ef til vill, fremr öllu öSru af því, hvernig þeir lesa þaS. Menn segja stundum, aS sumir menn lesi þaS eSa þaS eins og djöfullinn les biblíuna. En viS slíkan lestr er hér alveg ekki átt. þaS, þegar einhver tekr eitthvaS, er einhvers staSar stendr skrifaS, og les þaS í þeim tilgangi, meS þeim fasta ásetningi, aS rangfœra þaS, snúa því upp, sem niSr á að snúa, og niSr hinu, sem upp veit, höfundinum eSa því málefni, er hann heldr fram, til skammar eSa skaSa, þaS liggr alveg fyrir utan umtalsefni vort í þetta skifti. þaS er annars konar illr lesti', sem vér vildum minna á. það er þess konar lestr, sem er af sarna tagi eins og hugsun- arlaus, skilningslaus, andlega ómelt utan-bókar-kunnátta. Menn læra oft vísur og vers, ritningargreinar og aSra kafla af sarnan hanganda máli utan aS, svo nákvæmlega,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.