Sameiningin - 01.09.1888, Blaðsíða 11
—115—
ar umrœSur og langar rísu út a£ því, hvort séra Páll
skyldi, sökum veikinda sinna, undan þeginn því að vera
prestr safnaöarins eSa ekki. „Fleiri virtust meina svo, sem
þeir vildi heldr vera án prestsþjónustu œSi-lengi í von um
heilsubata séra Páls, heldr en aS vera í útveguin um ann-
an prest í hans staS. ASrir létu í ljósi, aS þeim þœtti
ofætlan fyrir jafn-heilsulausan mann sem séra Pál, aS ann-
ast um prestsembættiS einsamall, af því nausyn bæri til
fullkomnari prestsþjónustu en hann væri fœr um aS veita.
þessir báru fram þá uppástungu, hvort ekki mundi bezt
og nauösyn á, aS reyna aS útvega annan prest og þaS sem
allra fyrst.“ En dagrinn entist mönnum ekki, svo fundin-
um var frestaS þangaS til 25. Janúar, eftir að fimtn manna
nefnd hafSi veriS kosin, til þess aS íhuga mál þetta.—Fyr-
ir fundinn 25. Jan. var lagt eftir fylgjanda ávarp frá
séra Páli: —
,,Kæru safnaðarlimir i Víkr-sókn! A ársfundi vorum þ. 4. Janúar þ. á.
hreiföi eg þeirri spurning, hvort eigi myndi réttast, að eg væri með öllu laus
viö prestskap á meðal yðar, en kvaðst jafnframt eigi þora að segja af mér
embætti, nema því að eins að það væri ósk safnaða minna.—Síðan hefir mér
gefizt fœri á að íhuga mál þetta betr, þar sem eg bæði hefi getað haft fyr-
ir mér undirtektir fundarins, hefi heyrt álit nefndar vorrar í því máli og auk
þess þær málalyktir frá Tungár-söfnuði og Park-söfnuði, að þeir óska, að eg
sé alveg laus við embættið hjá þeim, nema hvað Park-söfnuðr mæiist til, að
mega leita mín til nauðsynlegustu prestsverka, að því leyti sem heilsa mín
leyfi, á meðan annar prestr ekki fáist.
Til þess nú að reyna að hrinda máli þessu í ákveðið horf, og það horf,
sem mér þykir liggja beinast og eðlilegast við, að öllu vel yfirveguðu, þá
leyfi eg mér að gefa yðr eftir farandi ráð:
1. Að forseti lesi upp liátt trúarjátningar vorar og síðan gæti að, hvort
allr fundrinn eða þá hverjir vilja játa og halda þessari trú.
2. Sé þar næst lesin upp safnaðarlög vor og þá og komizt eftir, hvort all-
ir eða hverjir vilji eiga þau og vernda sem félagsreglu sina hér í
kirkjunni.
3. Komi menn sér saman um að reyna, ef mögulegt væri, að fá kandídat
theol. Hans Thorgrímsen, sem mun, ef guð lofar, út skrifast næsta vor
úr sama skóla og eg fyrír 7 árum, sem aðstoðarprest rninn (ef menn
svo vilja), en skora jafnframt á hina söfnuðina, að komast sem allrtl
fyrst eftir, hvort, hve nær og með hvaða kjörum þeirra kandídatar
muni verða fáanlegir.
4. Sé 3 manna nefnd kosin með seðlum til þess í sameining við mig
bæði að komast eftir, hvernig á statt er með vorn kandídat og siðan
ásamt nefndum frá hinum söfnuðunum semja frumvarp til allra safnað-
anna um, hvern af þessum kandidötum mitni hentast að kjósa.