Sameiningin - 01.01.1889, Side 3
—171—
nú reglulega á hverri viku fyrir þeim íslenzku sálum, er
þangaS safnast, og fyrir jól sagði sá, sem stendr á bak
við þessa presbyteríönsku veiðivél í einu af dagblöðum
bœjarins, að búið væri þar að „snúa“ nokkuð á 4. tug íslend-
inga, og uin leið lýsti hann yfir því, að nú úr þessu
myndi þeir reka þetta kristniboð sitt með ákefð. Og eins
og við mátti búast eru þessir presbyteríönsku herrar eklci
að eins að hugsa um að ná Winnipeg-íslendingum á sitt
band eða, eins og það er kallað á þeirra mállýzku, að
„frelsa sálir“ þeirra. Áformið er, að senda annan þessara
„umsnúnu" brœðra hið fyrsta út til fólks vors í hinum
ýmsu íslenzku nýlendum viðsvegar um landið, til þess að
leiða það frá hinni lútersku villigötu og gjöra það, ef unnt
væri, „umsnúið“ líka. Til þess að lesendr vorir geti haft
hugmynd um, hve samvizkusamlega er unnið að þessu trú-
arboöi skal þess getið, að fyrir nokkru birtist grein eftir
dr. Bryce í presbyteríönsku kirkjublaði einu, sem út er
gefið hér í Canada, þar sem hann er að frœða trúarbrœör
sína um þetta sitt afreksverk, og sem ástœðu fyrir því,
að á þessu hafi verið byrjað, tilfœrir hann það, að pré-
dikanin í lúnni ísl. lútersku kirkju hér í Winnipeg sé svo
köld og óevangelisk, að slíkt dugi með engu móti. Og
með þennan vitnisburð kemr hann, þótt hann auðvitaö
skilji ekki eitt orð í íslenzkri tungu, hafi aldrci stigið
fœti sínum inn fyrir dyr ísl. kirkjunnar í Winnipeg né
neinnar ísl. kirkju, og viti naumast meira um, hvað fram
fer í kirkju vorri ytír höfuð heldr en um það, sem gjör-
ist í tunglinu. Blaðið „Lögberg“ birti þessa grein í ís-
lenzkri þýðing og lét þar með fylgja langa og all-hvassa
ritgjörð frá sjálfu sér, þar sem þessi tilraun til að umturna
fólki voru er dregin fram fyrir almenning, og alveg flett
ofan af þessu svo kallaða kristniboÖi. All-miklum hluta
þessarar „Lögbergs“-ritgjörðar var svo snúið á ensku og
hún látin koma út í Winnipeg-blaðinu „Free Press“; þetta
gjörðu sömu mennirnir, sem síöastliðið vor í nafni ísl. kirkj-
unnar gengu á fund dr. Bryce í því skyni að koma fyr-
ir hann vitinu með tilliti til kristniboðs hans meðal Is-
lendinga (sbr. Júní-nr. ,,Sam.“). Og létu þcir hinni þýddu