Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1889, Page 8

Sameiningin - 01.01.1889, Page 8
—176— spámönrmnum meS stór-fræga guðfrœðinga fyrir kennara. Oss hættir í tíjótu hragði við að hugsa til Farísea-guðfrœð- inganna með fyrirlitning. Og til þess getum vér haft gildar ástæður. En það getr nú engu að síðr reynzt svo, að það verði talsvert örðugra én vér fyrst ímyndum oss, að sjá Farísea-háttinn út eins og hann var í raun og veru. það voru eigi svo fáir af þessuin mönnum, sem enginn sá, er að eins sér með mannlegum augum, mun geta frádœmt mjög mikla guðrœkni. Sumir þeirra gengu í dauðann fyr- ir trú sína með sömu hugprýði eins og hinir kristnu písl- arvottar. Og ef vér eigi dirfumst að neita því, að þeir ha1i haft guðrœkni til að bera, þá getum vér enn þá síðr gjört lítið úr guðfroéðismenntan þeirra. það er satt, að hið vísindalega form, sem þeir fœrðu hugsanir sínar í, getr virzt oss og vorri öld undarlegt, til þess ekki að segja kátlegt. En hugsanirnar sjálfar höfðu að minnsta kosti til að bera einn eiginlegleika, seiri eg einmitt hygg að ekki allra vísindamanna hugsanir hati. þeir gátu haldið við eining og samdrætti þeirrar þjóðar, er dreifð var út um allar áttir heimsins. þetta eitt er nóg til þess að sýna, að oss tjáir ekki að líta smáum augum til þess afls, sem guðfrœði hinna gyðinglegu lögmálskennara eða rabbína í sér geymdi. það, hve hátt guðfrœðis-menntan þeirra stóð, gjörði háskólann í Jamnía að reglulegu heims- akademíi fyrir Gyðinga. Og fyrir sömu orsök heflr þjóð þeirra, merkilegasta þjóðin í heiminum, fengið á sig það mót í andlegu tilliti, sem hún hefir á sér allt til þessa dags. — það var á meðal þessara guðfrœðinga, sem alls ekki, á sinn liátt, voru neinir ónytjungar, að fremr öliu öðru var skyggnzt eftir 'þeiin hefndardegi Róm til handa, er þeir höfðu hiklausa von uin að guðs Messías myndi láta upp renna. Ef til vill, var Akíba Jósefsson mestr allra guðfrreð- inga Gyðinga á 2. öldinni eftir Krist, og gekk nafn hans, eft- ir því sem Gyðingar komust að orði, „frá einum heimsenda til annars“. Tala lærisveina hans skifti greinilega þúsund- um. Hann var öllum fremr gagntekinn af þeirri hiklausu trú, að Jerúsalem og musterið myndi aftr rísa upp úr rúst-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.