Sameiningin - 01.01.1889, Page 10
■178—
þá er Trajan keisari áriS 107 var í hinum fyrsta
leiíSangri sínum gegn Pörþum, tók hann eftir því, hvílíkr
grúi af Gyðingum barðist á móti honum í Parþa-hemum
og með hvílíkri heift þeir börðust. það var hjartans yndi
fyrir þá, að berjast gegn „Edom". Keyndar varð Trajan
hér sem ella fjandmönnum sínum yíirsterkari, og hann hélt
sigrhátíð út af þessum heppilegu vopnaviðskiftuin. En eigi
leið á löngu áðr en hann sannfœrðist um það, að austr-
lendingar voi-u ekki kúgaðir til fulls með þessu. því fór
mjög fjarri. í kyrrþey var undirbúningr gjörr til voðalegr-
ar uppreisnar, er Gyðingar urn öll lönd tóku þátt í. Parþ-
ar urðu fyrstir til að láta á sór bæra. Og móti þeim
sneri þá líka hinn sigrsæli keisari vopnum sínum, og hóf
með því hinn annan leiðangr sinn gegn Pörþum árið 115.
það var ógrlegr herafli, er hann dró saman við austrtak-
mörk Rómaveldis. En þá urðu þar af leiðanda vestrlönd
ríkisins varnarlítil. Og nú gaus uppreisnareldrinn upp.
Gyðingar gripu til vopna í ýmsuin hlutum ríkisins, og
með miklu meira œðisgangi cn hugmynd verðr fengin um
af vanalegum mannkynssögum. Herskararnir úr Afríku-
Iöndunum voru komnir langt austr í Asíu. A norðrströnd
Afríku, í Kýrene (Sýrene), veltu Gyðingar sér yfir Grikki,
er rétt áðr höfðu beitt við þá hlóðugum rangindum, og
hjuggu þá niðr. 22 þúsundir rnanna týndu lífinu. Her-
skarar Gyðinga, er af eigin hvöt liöfðu gripið til vopna,
óðu út úr landinu í tveim aðskildum stórhópum, er hvor
um sig hafði sinn eigin herforingja. þeir stefndu austr
til hins forna föðurlands síns. Grikkir í Alexandría hefndu
harðlega á Gyðingum þar fyrir það, sem landar þeirra
höfðu gjört í Kýrene. Við það jókst hinum austr-faranda
Gyðinga-her lið. Sá her óx eftir því sem hann brunaði
áfram eins og snjóflóð. Um sömu mundir risu Gyðingar
upp á Kýpr og eflaust einnig í Litlu-Asíu. Á Kýpr tóku
þeir lífið af nálega 250 þúsundum Grikkja. Meðan stóð á
þessum hræðilegu manndrápum hefir hugsanin eflaust ver-
ið sú, að hinir gyðinglegu upphlaupsmenn úr ýmsum átt-
um, sein naumast munu hafa orðið taldir, — svo mikil var
mergð þeirra, — skyldi mœtast í landinu helga, til þess þar