Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1889, Page 11

Sameiningin - 01.01.1889, Page 11
—179— sameinaöir aS brjc'ta í sundr hið rómverska ok. Og hefði Gyðingar þá haft nokkurn verulega mikinn stjórnaranda og herforingja, eru öll líkindi til að fjölmenni þeirra og œðisgengna fyrirlitning fyrir dauðanum hefði komið sjálfu Rdmaveldi í greinilegustu vandræði; því ekki skorti óá- nœgð öíl innan heimsríkisins. En nú vantaði þá duganda leiðtoga og þeir urðu að lúta í lægra haldi sökum skorts hjá þeim á glciggsæjum ráðum og samtökum. Keisarinn sendi Hadrían til Kýpr, og hann sópaði öllum Gyðingum burt af eynni. Annar herforingi var sendr til Norðr-Afríku. Hann elti heríiokka Gyðinga, sem voru á leiðinni til lands- ins helga, og náði þeim við landamœrin, og tókst bonum að gjöra út af við þá. Hin stórkostlega uppreisn kafnaði; hinir ofsafengnu frelsisdraumar hennar reyndust tál. jiegar í þetta skifti er meira en líklegt, að gamli Akíba, rabbíninn, liafi átt þátt í upphlaupinu, enda þótt hann hafi eigi verið því samþykkr, hve hroðalega Gyðing- ar komu þar fram. ])ví skömmu áðr hafði hann verið á ferð í löndum þeim, þar sem landsmenn hans risu upp. Rómverjar sáu vel, að það voru trúarbrögð Gyðinga, sem héldu lífinu í frelsisanda þeirra og sem kveiktu í brjóstum þeirra þessa œðisgengnu löngun til að berjast, enda kenndu þeir trúarbrögðum Jæirra um liinar hræðilegu blóðsúthellingar. þeim þótti því sjálfsagt, að snúa sér á móti Gyðinga-trúnni sjálfri. Lagaboð var gefið út, er bannaði umskurn á svein- börnum, helgihald sabbatsdagsins og lestr hinna helgu ritninga. Og dauðahegning var lögð við, ef lagaboð- ið væri eigi haldið. En Gyðingar létu eigi beygja sig. þeir gengu út í dauðann með öruggum hug, er samboðin var blóðvitnum kristninnar. TJmskurninni, hinu heilaga merki sáttmálans, tókst þeim með brögðum að leyna. En einn fremsti kennari þeirra gjörðist svikari og kom leyndarmálinu upp. 12 þús- undir Gyðinga, er verið höfðu lærisveinar Akíba, er sagt að gjörzt hafi píslarvottar og dáið fyrir trú sína. þessi grimmd, sem beitt var við Gyðinga, jók, sem

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.