Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1889, Síða 15

Sameiningin - 01.01.1889, Síða 15
—183— var á enda féll hann í hendr B,ómverja. Hann hafSi unn- iÖ meö óþreytanda kappi aö því aö mennta unga menn og gjöra þá að rabbínum. Hann ætlaöi sér aö fylla upp í hin hræðilega stóru skörö, sem hinn menntaði hópr ísra- els liafði í sig fengið í ofsóknum fyrri ára. Hann var beðinn að hætta fyrirlestrum sínum í samkundunum, ineð því það myndi leiða þá hættu yfir hann, að falla í hendr Rómverja. En, hugsaði öldungrinn, það var „eins og að biðja íiskinn hætta við að vera í vatninu og koma upp á þurrt land“. Bómverjar köstuðu sér líka ylir hann, og það einmitt á meðan hann á hátíðlegan hátt var að leggja hendr yfir fimm af lærisveinum sínum til þess að veita þeim rabbínavígslu. líonum var varpað í dýflizu, og þar var hann látinn eiga sig þangað til Bethar var fallin í hendr Kómverja og styrjöldin á enda. Svo var hann dreg- inn fram til þess aö sæta hegning fyrir þann þátt, er hann hafði tekið í upphlaupinu. Landshöfðinginn Anníus Rúfus þekkti hann vel frá fyrri tíð og vildi hafa hefnd yfir þeim manni, er aðaltilefnið hafði getiö til hinnar miklu auðmýkingar, er yfir hann hafði gengið. Hann lét böðul flá hinn tíræða mann, og stóð sjálfr hjá og horfði á. Ekkert vein heyrðist frá vörum Akíba. En er hann lá í kvölunum, kom sú stund dagsins, þá er allir guðhræddir Gyðingar skyldi hafa upp fyrir munni sér hina hátíðlegu trúarjátning sína: „Heyr ísrael, drottinn vor guð, drottinn er einn“ og næsta vers í biblfunni. það var herorð Isra- els, trúarákall þessa fólks til hins e i n a guðs mitt inni í mannheimi þeim, sem fullr var af hjáguðadýrkan. Akíba mælti fram hin heilögu orð: „Heyr lsrael, drottinn vor guð, drottinn er einn“; og: „þú átt að elska drottin guð þinn af öllu hjarta þínu, af allri sálu þinni og öllum mætti þínum.“ Hann mælti þessi orð fram með lifandi trúartil- finning og fagnaðarbrosi. Hinn drembiláti Rómverji fann hinn sigri-hrósanda anda, er kom fram í orðum hins kvalda, deyjanda Gyðings. Hann spurði hann, hvort hann hefði alveg misst tilfinninguna, eða hann hugsaði sér með svona löguðum þráa að kalla yfir sig enn þá meiri kvalir, þar sein hann lægi svona brosandi. „Hvorugt er það, sem

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.