Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1890, Page 6

Sameiningin - 01.03.1890, Page 6
■2— Og vínir heima, sem, ef þeir sjálfir eiga heima í einhverj- um bezta parti af landinu og sitja þar lengi kyrrir, eru freistaðir til að hugsa, að öll þau gœði, sem þeir sjálfir hafa, geti líka fólk haft í öllum öörum plázum landsins og kenna ódugnaði og atburðaleysi fólks [ þar, ef því líðr ekki eins vel og sjálfuin þeim. Eg man frá fyrri og síð- ari tímum, t. a. m., hvc roggnir margir bœndr í sumum sveitum Fljótsdalshéraðs, sérstaklega í Fljótsdal, veðrsælustu og beztu útigöngusveitinni á austrlandi, voru yfir sinni bú- sæld í samanburði við búnaðarhag almennings í hinum mögru sveitum syðst í austfirðingafjórðingi. Og svona er miklu víðar. Og þegar eg nú á ný rak mig á þetta þar heima, meðal annars í Reykjavík, er eg var þangað ný- kominn úr minni austrlandsför, þá gaf það mér bend- ing um, að það væri sjálfsagt ekki alveg tilhœfuiaust, er vér erum sagðir hafa hálf-gleymt ýmsu á Islandi sökum útivistar vorrar og séum þar af leiðanda freistaðir til að dœma hag lands og lýðs þar of einstrengingslega frá nú- veranda sjónarmiði voru hér í landinu. þó ætti þeir í Eeykjavik og annars staðar, sem segja, að vér þekkjum nú orðið svo illa til á íslandi og getum því eigi verið áreið- anlegir aómarar, að muna eftir því, að vér eigum að vissu leyti betra kost þess að kynnast Islandi í heild sinni og h?g almennings þar en að minnsta kosti allir þeir, sem heima sitja og hafa aldrei með eigin augum séö nema ofr- lítinn blett af ættjörðinni, sitja svo áratugum skiftir lcyrrir og ferðast hvergi um land, fyrir þá sök, að hingað vestr til vor safnast á ári hverju hópar af fólki víðsvegar að af öllu íslandi, sem vér eðlilega höfum mikið við að sýsla. Með öðrum orðurn: vér stöndum hér í meira lifandi sam- bandi viö hin ýmsu byggðarlög Islands heldr en vér gjörð- um meðan vér áttum aðsetr heima og þá líka heldr en fólk þar almennt nú. En allt um það slcal eg hátíðlega játa, að það verðr allt af talsverð freisting fyrir oss til að gleyma Islandi liéðan meira en vér ættum að gjöra og verða þar af leiðanda síðr fœrir um að fella áreiðanlegan dórn urn mannlíf og náttúru þeirra stöðva, þar sem vagga vor stóð.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.