Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1890, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.03.1890, Blaðsíða 10
6— seremónía, því þaS skín út úr öllum þorra andlitanna í kirkjunni, að þeir, sem þessi andlit eiga, eru þar alls ekki meö. Að því er til söngsins kemr, þá birtist meðal annars lífleysið í því, hve fjarskalega seint og þunglamalega sálm- arnir eru sungnir og lögin, þessi jinndælu lútersku lög eins- og þau eru mörg þeirra, leikin á organiS. j)að er einsog sé verið að fara með tóma grafarsöngva. Kirkjusöngsal- vara sú, sem einkennir lútersku kirkjuna, er á leiðinni með að verða að svefni, þegar svona er leikið og sungið. Svo hefir nú mikill hluti safnaðarins enga sálmabók fyrir sér meðan á söngnum stendr, líka í Reykjavík, þar sem þó tiltölulega fleiri syngja með en í flestum kirkjum, sem eg þekki á landinu. Og með því að engum hefir dottið í hug eða þá enginn hefir þorað, að koma þeim sið á, að sálmarnir væri lesnir upp af þeim, er guðsþjónustunni stýrir, áðr en þeir eru sungnir, þá er auðvitað, að meginþorri safnaðarins hefir enga hugmynd urn, hvað verið er að syngja. Svo guðsþjónustan hefir ekki enn, sem safnaðar-guðsþjónusta, vitund á því grœtt, að kirkjan hefir eignazt þessa sína nýju og upplyftandi sálmabók. Hún er enn allt að því dauðr bókstafr fyrir hina kirkjulegu guðsþjónustu. Aðal- gallinn við prédikanina í íslenzku kirkjunni á yfirstandand- andi tíð er að ætlan minni það, að það ber svo undr-lít- ið í henni á persónulegum, subjectivum, kristindómi þess, er orðið frain flytr. Hinar almennu, objectivu, kristindóms- hugmyndir eru í mörgum tilfellum óaðfinnanlega, og stund- um ágætlega, framsettar; og vitanlega má kristindómsboð- skapinn aldrei vanta þá hliðina, því sé svo, verðr hann brátt að trúarvingli. En ekki fer öllu betr, ef hallast á hina hliðina, einsog eg veit nú með vissu að gjörir í Reykjavíkr-kirkju og víðasthvar annars staðar um land, því þar getur söfnuðrinn aldrei lengi haldið sér andlega og líkamlega vakandi undir prédikaninni. það er þetta atriði, sem séra Friðrik Bergmanu hefir greinilegast bent á sein hættulegan galla á prédikunum þess guðfrœðings á Islandi, er flestum, cf ekki öllum, öðrum fremr hefir stimplað nú- tíðar prédikunarmátann þar heima, og sem svo margir hér hafa reiðr/t honum fyrir. En nú er eg viss um, að ekki

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.