Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1890, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.03.1890, Blaðsíða 9
—5— Hinir einstöku sanntrúuðu menn eru greinarnar á þessu tré. Tré má deyða, höggva þaö upp niðr við' rót, og svo fellr það um koll. En greinarnar lifa enn ekki svo stutt- an tíma eftir að tréð sjálft er dautt. Og líka má höggva hverja einstaka grein af stofninum; hún lifir samt um stund, ef til vill heilt inisseri, og heldr sér grœnni. En af hverju lifir hún þennan tíma ? Safinn, sem hún dró í sig frá trjástofninum áðr en hún var höggvin af, heldr um stund við lífí hennur. En svo deyr hún alveg víst, þegar þessi lífskraftr, sem hún hafði fengið frá trénu með- an hún var áföst við það, er eyddr. þess vegna dugir ekki að hugga sig við það, þó að maðr viti af svo eða svo miklurn prívat-kristindómi hjá einstaklingum þjóðar vorrar, um leið og maðr hortír á kirkjuna sem félag með sömu einkenni á sér eins og feyskið, sprekað, visnanda eða deyjanda tró. það þarf að halda virkilegu lífi við í trénu, svo framarlega sem greinarnar eiga ekki í næstu frarntíð að fá á sig regluleg dauða-einlcenni. Og þá með tilliti til Islands og íslenzku þjóðarinnar: Ef kirkjutréö íslenzka er látið hafa þessi dauðaeinkenni, sem það nú hefir, lengi á sér, ]iá verðr þess eigi lengi að bíða, að trú einstakling- anna deyi út af. Guðsþjónustan í Reykjavíkr-dómkirkju hefir leitt mig til þessara hugleiðinga, því með mínum bezta vilja gat eg eigi annað en fundið til þess, að í hana vantaöi einmitt stórvægiiega 1 í f. Prestrinn, sem í súmar aðallega prédik- aði þar í kirkjunni, séra þórliallr dósent Bjarnarson, og sem vitanlega er mesti gáfumaðr, ber auðvitað mjög litla ábyrgð á þeirri vöntun, sem hér er um að rœða, það stóð ekki til, að hann myndi fyrir þann stutta tíina, sem hann átti að þjóna þessum söfnuði, fara að brjótast í því, að kippa guösþjónustunni í annað horf en búið er fyrir löngu úð fá hefð í þcirri kirkju og kirkjum Islands almennt. Enda er það ekki frcmr prédikanin en öll önnur atriði guðsþjónustunnar, sem vantar í sig líf. Bœnahaldið og sálinasöngrinn í þessari aðallcirkju landsins skortir enn þá frekar lif heldr en nokkurn tíma pródikanin. það sýnist hvorttveggja þetta áðr nefnda vera allt að því steindauð

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.