Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1890, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.03.1890, Blaðsíða 15
11— átti fram aö berast og koma ísrael aö notmn, — hana gat enginn a£ sonum hins gamla sáttmála notað sem athvarf á sinni eigin tíö, þótt hann væri í nauöum staddr út a£ synd sinni. Vér kristnir menn getum vitað, aö’ dauöi Jesú var nauðsynlegt skilyrði fyrir hinni fyrirgefandi náð guðs bæði í gamla og nýja sáttmálanum, eftir að vér erum komnir í enn þá nánara innra samband við guð en Gyð- ingar áttu kost á. Gyðingrinn sjálfr átti engan kost þess að skilja í þessu. Hann varð að halda sér við þá synda- fyrirgefning, er guð í orði sínu hafði heitið honum, ef hann sneri sér frá synd sinni, án þess að hugsa um, hvað til þess útheimtist, að þessi syndafyrirgefning yrði afrekuð. Siðafrœði sú, er börn hins gama sáttmála höguðu lífi. sínu eftir, var ófullkomin; hún var í samanburði við siða- lærdóm kristindómsins ekki nema „kraftlitið og fátœklegt barnastafrof". Og án nokkurrar ljósrar vonar um eilíft líf lifðu þessir menn og án þess að hafa aðgang að blóði friðþægingarinnar. Einsog það er fullkomuunar-fyrirmynd Jesú Krists, sem aðskilr siðalærdóm nýja testamentisins frá siðalærdómi gamla testamentisins, eins er ];að fremr öllu öðru Jesús Kristr krossfestr og upprisinn, sem myndar aðskilnaðinn á milli trúar hins nýja og gamla testamentis. En svo er fyrir utan þetta aðalatriði, sem greinir nýja testamentið frá hinu gamla, enn margt, sem eykr stigmis- mun hinna tveggja testamenta. því að mörgu leyti er það, að sá, sem minnstr er í ríki himnanna, er hinum göfugasta syni gamla sáttmálans rneiri. $) r t b t b i 3 s 1 tt-f o r m. Prestr sd, sem framkvmma d wjsluna, segir : I nafni föður, sonar og heilags anda. Amen. Drottinn vor Jesús Kristr sagði við lærisveina sína eftir upprisuna: Friðr sé með yðr. Einsog faðirinn hetir sent mig, eins sendi eg yðr. (Jóh. 20, 21). þegar að því var komið, að hann stigi upp til himna, sagði hann við þá: Allt vald er mér gefið á himni og jöröu.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.