Sameiningin - 01.03.1890, Qupperneq 14
—10—
ritcið stendr, má sjá, hvernig Messíasar-hugmyndin sprettr
út a£ frumevangelíinu einsog jurtin af frœkorninu og lætr
eitt blaðiö koma fram eftir annað, þangað til heildin stendr
þar fullþroskuö einsog tignarlegasta sedrustréð á Líbanon.
því við skógana þar er alveg óhætt að líkja hinu maka-
lausa ritsafni Israels, þar sem allar hinar helgustu hugs-
anir mannkynsins hafa smásaman, öld eftir öld, þróazt
hinum guðdómlega þroska sínum. Arshringirnir í berki
trjánna liggja eigi með meiri reglu hvcr utan á öðrum en
þroskastigin í hinni vaxandi Messíasar-von. Hvorttveggja
hetir jafnt fengið sköpulag sitt af hinni högu meistarahendi,
sem heiminn hefir gjört og sein heíir hagað því svo, aö
hinu mikla ríki himnanna má líkja við frœkorn og það,
sem út af því springr.
Og nú skilst lesendum vorum eflaust til fulls, að trú-
uðum ísraelsmanni gat aldrei komið til hugar, að biðja
guð um fyrirgefning á syn sinni fyrir salcir Messiasar
eða písla hans og dauða. Fyrst framan af hugsuðu þeir
sér Messías aðeins sem hinn mihla lconung. og það litla,
sem þeir höfðu eygt af þjáningum hans, var aðeins þreyt-
an, sem eðiilega kom yfir hetjuna á vígvellinuvn eftir hina
hörðu baráttu. Jafnfraint sáu þeir og etíaust, að hinn alréttláti
hlaut aö ganga í gegnum þjáningar til þess, einsog Job,
að fullkomna réttlæti sitt. En þær þjáningar miða þá líka ein-
mitt til fullkomnunar hans sjúlfs, en ekki tWfrið'þœgingar fyr-
ir syndir fólksins. Svo sem að sjálfsögðu er það á þessu tímabili,
að trúaðr Israelsmaðr getr eigi hallað huga sínum að friðþægj-
andi píslum Messíasar. því að hann veit nœsta lítið' um það,
að Messías eigi píslir að líða, og alls elckert um friðþægj-
anda kraft þeirra þjáninga. Og seinna, þá er spámennirnir
tala um það, að píslir afmái syndir, þá er það' nokkuð
sem ísrae! hins ókomna tíma á uö njóta góðs af á „hin-
um síðustu dögum“, á Messíasar-tíðinni. því að einn af
yfirburðum þess tíma fram yfir alla aðra tíma og þess rík-
is, sem þá skyldi stofnað, er einmitt hin ríkulega, allt yfir-
gnæfandi synda-fyrirgefning og synda-afmáun, er þá átti að
koma fram í leyndardómsfullu samhengi við þjáningar og
fórnardauða Messíasar. En þessa fórn, sem fyrst síöar meir