Sameiningin - 01.03.1890, Page 20
gjörlega óþekkt fólk. fað sagði, aS eg væri ,,aktía“ og ,,fínn pappír“, sem
reyndar vantaSi hina seinustu ,,undirskrift“, svo eg hafi þessara manna eigin
orð. Hugsunarháttr þessara manna var orsökin til hinna voSalegu andlegu
bardaga, sem þjökuSu mér í nálega samfleytt 4 ár 1885—1889. í ,,Sam.“
4. árg. bls. 68 stendr, aS eg hafi „bilazt á heilsunni“. J>aS er eigi rétt.
Hin andlega og Iíkamlega heiIbrigSi mín hefir ávallt veriS mjög góS; annars
hefSi eg eigi lifaS farm á þennan dag. I Janúarm. 1886 fór eg heim til
Reykjavíkr. t MeS konunglegu Ieyfi geklc eg undir embættispróf viS presta-
skolann í Ágústm. 1886 og féklc 1. einkunn. Skömmu eftir prófiS lét eg
prenta fyrirlestr minn um Grundtvig. Fyrirlestr þennan hafði eg flutt það sum-
ar í Reykjavík. I Október s. á. sigldi eg aftr til Kaupmannahafnar. Veru
mína í Reykjavík 1886 og ferS mína fram og aftr milli landa kostuSu þrfr
vinir minir: f>orleifr ritstjóri Jónsson í Reykjavík, Jón prestr Sveinsson á Akra-
nesi og Jóhannes kandídat Sigfússon í HafnarfirSi. VelgjörSir þeirra mér, til
handa get eg aldrei þakkað einsog vert er. |>egar eg kom til Kaupmanna-
hafnar, tók eg undireins aftr aS lesa guðfrœSi við háskólann. Mér fannst þá,
að þaS væri lífsspursmál fyrir mig að ná prófi við háskólann. Prófið var
skilyrðiS fyrir þvf, að eg seinna gæti unnið kirkju Islands verulegt gagn.
Háskólakennendrnir tóku mér ágætlega, og létu mig fá miklu meira styrk við
háskólann en venja er til. Og yfir höfuð sýndu þeir mér hinn mesta vel-
vilja. í Marz 1887 fékk eg 400 kr. styrk frá hinu íslenzka ráðaneyti. Um
sömu mundir, 18. dag Marzm. 1887, kom út í Naíionaltidende grein eftir
mig um prestaskólann í Reykjavík. Sama ár kom og út í „Tímariti Bók-
menntafélagsins “ ritgjörð mín um Magnús Eiríksson. Aldrei hefir framtíð
mín verið eins glœsileg einsog þegar eg kom aftr til háskólans 1886. Nú
var eg sannarlega ,,aktia“ og „fínn pappir" i augum sumra manna. Hugs-
unar-háttr þessara manna kastaði mér aftr út í voðalegan andlegan bardaga,
sem stóð hvíldarlaust i meir en tvö ár (1886—1889). Eg vil alls eigi að
svo stöddu lýsa bardaga þcssum; en eins verð eg aS geta. Vinir mínir i
Kauptnannahöfn vildu mér sjálfsagt vel, en þeir kvöldu mig þó si og æ meS
tilboöum, er hlutu að vekja hjá mér hrylling og viSbjóð. Eg lét þess vegna
prenta lítið kvæði i „J>jóðólfi“ 30. dag Nóvemberm. 1887. KvæSiS átti að
gefa þessum vinum mínum bending um að láta mig í friði. En þeir létu
sér ekki segjast, þangað til eg með yfirlýsing rninni í Berlingske Tidende bað
þá með berum orðum að lofa mér að vera í friði. J>egar hér var komið,
þá fann eg, að eg myndi ekki geta tekið nœgilega gott próf við háskólann
að svo stöddu. Eg reyndi þess vegna aS leita mér að atvinnu. Eg hafði
orðiö að safna skuldum á hinu seinasta námsári mínu. J>ær skuldir vildi eg
borga sem allra fyrst. Um þessar mundir kom það til orða milli okkar séra
lóns Bjarnasonar í Winnipeg, að eg yrði prestr Islendinga hér í Vestrheimi.
Leiddi það svo til komu minnar hingað vestr. Koma mín drógst nokkuð
lengi, en fyrir því hefi eg gjört grein i „Sam.“, 4. árg., bls. 141—153.
Um leið og eg er.da þessi fáu orð, þakka eg af öllu hjarta Pétri bisk-
upi Pétrssyni allar hinar miklu og mörgu velgjörðir, er hann hefr veitt mér
á námsárum mínum. Höfðinglyndi og göfuglyndi hans mun eg aldrei gleyma.
Lexíur fyrir sunnudagsslcólann; fyrsti ársfjórðungr 1890.
1. Iexía, sd. 6. 4pr. : Kærleiks-lögmál Krists (Lúk. 6, 27•—38),
2. lexía, sd. 13. Apr. : Ekkjan i Nain (Lúk. 7, 11—18).
3. lexía, sd. 20. Apr. : Fyrirgefning og kærleikr (Lúk. 7, 36—50).
4. lexia, sd. 27. Apr. : Dœmisagan um sáðmanninn (Lúk. 8, 4—15).
,,SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. VerS i Vestrheimi
$1.00 árg.; greiðist fyrirfram.—• Skrifstofa blaðsins: 199 Ross Str., Winnipeg,
Manitoba, Canada. —Utgáfunefnd: Jón Bjarnason (ritstj.), Páll S. Bardal (féhirðir),
Magnús Pálsson, FriSrik J. Bergmann, SigurSr J. Jóhannesson.
PKENTSMIDJA LÖGKERGS — WINNII’EG.