Sameiningin - 01.12.1890, Page 9
velja hiS gó8a og rétta, en hafna hinu illa og ranga.
Viljinn heíir afar-mikið vald. Með guðs hjálp getum vér
komið nálega öllu því góðu til ieiðar, sem vér viljum.
Viljinn veitir oss trúna og cilífa sælu, því, ef vér viljum
getum vér trúað á guð og frelsara vorn og orðið eilíflega.
sælir fyrir náð og aðstoð hins þríeina guðs. Viljinn er ein
hlið af guðs-mynd mannsins. Vegna hans erum vér í ætt
við guð, œðri verur en öll önnur dýr jarðarinnar.
Ofdrykkjan eitrar og veikir allt hið andlega líf manns-
ins. Hún reynir að afmá guðs-mynd mannsins og gjörir
hann jafnan dýrunum eða enn verri. O'drykkjan eyöileggr
s k y n j a n i n a. Vitið hverfr í hvert skifti, sem maðrinn
drekkr sig dauðadrukkinn. Og því oftar sem hann
drekkr sig drukkinn, því magnminni verðr hugsun
hans. Hann hættir smátt og smátt að bera skynsamlega
umhyggju fyrir lífi sínu. Víndrykkján gleypir upp allar
eignir hans, og hann og þeir, sem honum er trúað fyrir,
komast á vonarvöl. Ofdrykkjan sljóvgar einnig t i 1 f i n n-
i n g lians. Kærleikrinn til guðs og manna slokltnar smátt
og srnátt í hjarta hans. Hann missir tilfinninguna fyrir
þeim, sem guð hetír honum á hendr falið. Hann h rðir eigi
um, þótt hann þeiöi óhamingju yfir þá. Vínmóðan hefir
blindað svo augu hans, að hann ekki sér hin höfgu tár,
sem renna niðr hinn bleika vanga konu hans. Hið ólganda
vín setr slíka suðu fyrir eyru hans, að hann heyrir ekki
til barnsins síns, sem grætr af hungri í kjöltu móður sinn-
ar. Og ef barnsgrátrinn ryðr sér braut gegnum vínsuðuna
að eyra föðursins eða hin fljótandi augu hans grilla í tár
móðurinnar, þá hefir það stunduin borið við, að hönd
drykkjumannsins hefir fallið -þungt á hinn bleika vanga
eða hið litla höfuð, svo að tárin hafa blandazt blóði. Og
þegar svo drykkjmnaðrinn raknar úr rotinu, þá hefir hann
engan frið fyrir. ásökunum samvizkunnar, þangað til hann
aftr drekkr hana drukkna á víni syndarinnar og að síð-
ustu svæfir hana algjörlega. því oftar sem drykkjumaðr-
inn drekkr, því dýpra sem hann sekkr, því magnlausari
verðr v i I j i hans, því erviðara á hann með að reisa sig