Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1890, Page 12

Sameiningin - 01.12.1890, Page 12
—156— mála um þaö, aS ofdrykkjan er líkamlegt eg andlegt átu- mein mannfélagsins. Undir þennan dóin rita allir menn, hversu ólíkar sern skoðanir þeirra eru í öðrum efnum. þótt bæði guð og menn hati skrifað sitt „vegið“ yfir ofdrykkjuna, hafi dœmt, að hún sé bæði líkamlegt og and- legt átumein mannfélagsins, þá er þ<5 veldi hennar ávallt voðamikið. Og til þess að brjóta á bak aftr ofrveldi henn- ar, þá hafa menn gengið í bindindi, unniö það heit, að neyta aidrei víns. Eins og ritningin fer hörðum orðum um ofdrykkjuna, eins brýnir hún bindindi fyrir mönnum. A gamla testamentisins dögum voru þeir Samson og Sam- úel bindindismenn. Á dögum nýja testamentisins var Jó- hannes skírari bindindismaðr. þannig er bindindið jafn- gamalt ritningunni, enda er það guðs opinberaöa orð, sem hetir vakið bindindis-hugmyndina. Ailir vita og viörkenna, að það er að eins algjört bindmdi, sem megnar að sigra ofdrykkjuna. Reynsla liðinna og nærverandi tíma sannar það fyllilega. þess vegna hafa bindindisfélög myndazt á hinum seinustu árum og áratugum. Herferð hefir veiið hatin gegn ofdrj kkjunni. Sýrus hefir safnað saman Medum og Persum og farið með her á hendr Beltsasar. Beltsasar er veginn og léttvægr fundinn, og ríki hans verðr innan skamms gefið Medum og Persuin. Margar þúsundir manna og kvenna uin allan heim hafa myndað bindindisfélög. Og þannig hafa þeir hafið bardaga gegn ofdrykkjunni. Og bindismenn hljótr að sigra 1 þessum bardaga. því ofdrykkj- an er — eins og eg áðr sýndi — dœmd til dauða og eyði- leggingar af guðs-orði, sögunni og hinni siðferðislegu með- vitund allra manna. En bindindismennirnir standa á grund- velli menntunarinnar, á grundvelli mannúðarinnar, á grund- velli bróðuikærleikans. þeir standa á grundvelli kristin- dómsins. Ritningin liggr fyrir framan þá. Elska skaltu náunga þinn, er skrifað á merkisblæju þeirra. I höndum þeirra leikr það sverð, sem er allra vo[>na bezt. Sverðið er guðs heilaga orð. Gegn því getr engin verja staðizt. það sundrar skjöldunum, klýfur hjálmana, ristir í sundr brynjurnar, svo ofdrykkjan stendr eftir nakin og varnar- laus, dœmd til eyðileggingar. Með því að bindindisþörfin er

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.