Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1890, Page 13

Sameiningin - 01.12.1890, Page 13
—157— inikil og málstaðrinn er svo góðr, þá er það eigi að undra, þótt þéttskipaðir manníiokkar streymi daglega undir merki bindindismanna um allan heim. það er eigi að undra, þótt margir kristnir menn og konur láti kr-ossast í krossferðina gegn ofdrykkjunni. En eitt er að undra : Hvers vegna koma ekki allir sann- kristnir menn undireins undir merki bindindismanna? það kemr að eins af misskilningi. Margir góðir og guðhræddir menn vilja eigi taka þátt í bindindismálinu, en ástœður þeirra eru 1 >yggöar á eintómum misskilningi. Skoðun þeirra er þannig. Hófsemdarraaðrinn segir: Auðvitað skrifa eg undir þann dóm, sem guðs orð, sagan og lífsreynsla allivi inanna heíir kveðið upp yfir ofdrykkjunni. Eg játa, að ofdrykkjan er lands og iýða tjón. Eg vil, að drykkju- mennirnir gangi í bindindi, því reynslan hefir sýnt, að þeir geta eigi að öðrum kosti stjórnað sjálfum sér. En eg vil ekki sjálfr ganga í bindindi. Eg þarf þess ekki. Eg get bæði bragðað vín og látið vera að bragða vín, þegar mér sýnist. Að bragða vín er í sjálfu sér engin synd. Sjálfs míns vegna þarf eg því eigi að vera í bindindi og þess vegna er eg það heldr ekki og vil ekki vera það. þessi röksemdaleiðsla væri alveg hárrétt og ómótmælileg, ef ekkert félagslíf væri til ineðal manna, og ef maðrinn hefði enga aðra skyldu en skylduna við sjálfan sig. Bind- indismálið er félagsmál. það er eitt af mannkærleiksmál- um mannfélagsins. það boðorð, sem leggr mönnum bind- indi á hjarta, er þetta boðorð: Elska skaltu náunga þinn eins og sjélfan þig. Flestir þeir, sem ganga í bindindi, gjöra það ekki sjálfs sín vegna. þeir gjöra það vegna þeirra meðbrœðra sinna, sem ofdrykkjan hetir fengið hald á, þeir gjöra það af kristileguin kærleika til drykkjumannsins, af kristilegum kærleika til konu hans og barna, af kristileg- um mannkærleika til mannfélagsins, sem ofdrykkjan eitrar og spillir. þeir ganga í bindindi af því að þeir vilja eigi leiða sina veikari brœðr í freistni. þeir fylgja í því efni fyrirmælum heilagrar ritningar. Frelsarinn talar sitt vei yfir þeim, sem hneykslunum valda. Og postulinn Páll segir: „það er gott, hvorki að eta kjöt né drekka vín, eða (gjöra)

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.