Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1891, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.02.1891, Blaðsíða 2
-178- guÖlega opinberan til mannanna eins og þeir eru í þessuni jarðneska heimi öðruvísi en á barnamáli. Er þá ekki hin kristilega guðs-opinberan, sú opinber- an, sem ritningin gefr oss af guði, ófullkomin? Jú, að því leyti, að hann hefir ekki sýnt oss alla sína leyndavdóma, að því leyti, að vér ávallt hér verðum að ganga í trú, en ekki skoðan, að því leyti, að vér sjáum hér að eins í ráðgátu og eins og í gegnum gler. En hún er fullkomin að því leyti, sem vér fyrir þessa opinberan eigum þess kost, að sjá allt, sem vér þurfum að sjá til þess að verða sáluhóipnir. Vér sjáum inn íguðs hjarta og getum með fullri vissu vitað, hvað þar býr. Sá, sem veit, hvað býr í guðs hjarta, hann getr verið sæll, á hverju sem gengr bæði í líti og dauða. Guðs hjarta —. Er það ekki ófullkomið mál, að tala um guðs hjarta? — öldungis eins og hann væri með mannlegum líkama. Jú, víst, er það ófullkomið mál, það; því að guð er ósýnilegr, allsstaðar nálægr, eilífr andi. En það er ekki unnt á voru jarðneska barnamáli, að láta hinn d^'rmætasta sannleik, sein til er, koma fram eins full- kominn með öðru móti, þann sannleik, að guð elskar oss, elskar þennan auma mannheim, elskar hvern einasta synd- ara. það er ekkert, sem rninnir oss eins áþreifanlega á kærleik guðs til mannanna eins og þegar nefnt er á nafn hans h j a r t a. Ritningin er myndabók fyrir börn, guðs börn. Börnin skilja myndirnar. Myndirnar duga börnunum. Aðrir kasta þeim burt. Vér höldum oss nú við orðið hjarta. Jesús Kristr hefir sjmt oss hjarta guðs, sýnt oss inn í það. Líf hans og dauði, orð hans og verk, bœnirnar hans, píslarsagan hans — það er allt saman opinberan þess, hvað býr í hiarta guðs, hvílikr kærleikr til vor syndugra manna á þar heima, hve heitt þetta hjarta slær fyrir hverri einstakri rnannssál hér niðri, svo syndugar sem þær þó allar eru. „Svo elskaði guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver sem á hann trúir, ekki skyldi glatast, heldr hafa eilíft líf“.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.