Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1891, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.02.1891, Blaðsíða 11
—187— satnan fóru nú atS myndast flokkar meðal fólks vors með því eina marki og miði, að vinna á móti kirkjufélaginu og brjóta það niðr. Og mótspyrnan kom ekki að eins úr vantrúaráctinni, frá „Mcnningarfélags“-mönnum og svo kölluðum Unítörum og þeirra líkum, heldr líka frá blindri ofsatrú og skrípa-kristindómi. sem hér í bœ var hleypt á stað á móti oss undir verndarskildi presbyterí- önsku kirkjunnar. Vér höfurn þannig í seinni tíð eld brennanda bæði til hœgri og vinstri handar við oss. Og í vissum skilningi má segja, að kirkju- félagið hafi kveikt hvorntveggja þann eld. Hefði kirkjan vor ekki verið aö vinna hér og halda uppi vitnisburðinum um hinn sanna lúterska kristindóm meðal fólks vors, þá hefði víst hvorug þessi ,,missíón“ verið sett í gang. Svo það má segja, að um leið og kirkjufélag vort tók til aö vinna að því, að sameina íslendinga hér í andlegu tilliti, hafi það líka sundrað þeim. En þetta er einmitt gangrinn, sem lærdómr Jesú Krists, þegar honum er haldið fram með fullri alvöru í frjálsu mannfélagi, ávallt hefir. Hann kveikir eld í mnnnfélaginu, œsir þá alla til mótspyrnu, sem ekki dragast að honum, ekki fást til þess að vera með. fetta sagði hann, sem lærdómrinn er frá, greinilega fyrir. Sú mótspyrna, sem þannig hefir upp komið gegn kirkju- félaginu, hefir nú auðvitað komið niðr á ,,Sameiningunni“, þessu litla mál- gagni þess. J>að hefir af mótstöðumönnum kirkjufélagsins trúlega verið unnið á móti blaðinu. Og það er vafasamt, hvort nokkurt íslenzkt tímarit hefir nokkurn tíma verið gefið út, sem eins mikilli óvild hefir mœtt frá sinum andstœðingum eins og einmitt „Sameiningin“. Hafi ekki svo mjög mikið verið ritað illt um ,,Sam.“, þá hefir þá þeim mun meira illt verið um hana talað. Og það tal hefir skiljanlega haft talsverða þýðing í þá átt, að hnekkja útbreiðslu blaðsins meðal þess hluta af voru kirkjufólki, sem ekki er enn vaknað til vel fastrar sannfœringar um þýðing vors sameiginlega kirkju- og kristindóms-máls. En þetta ætti nú að eins að verða til þess, að allir þeir innan safnaða vorra, sem eru þar með af fullkominni trúarsannfœring, herti á sér í vinnu sinni fyrir líf og viðgang kirkjufélagsins, og þá um leið að sjálfsögðu fyrir efling og útbreiðslu blaðsins, sem enginn mun annað geta sagt um, en að frá upphafi hafi trúlega haldið fram prógrammi félagsins. Og við þessi ár- gangamót ,,Sameiningarinnar“ minnum vér nú alla lesendr vora, sem telja sig vera með kirkjufélaginu af fullkominni sannfœring, alla þá, sem aðhyllast hinn lútérska barnalærdóm vorn af lífi og sál, á þessa sjálfsögðu skyldu þeirra, að styðja þetta kil'kjublað, félagsins eigin eign og málgagn, af öllum mætti, að tala máli þess við hvert gefið tœkifœri, hvetja menn til að lesa það og borga það skilvíslega. J>elta síðasta atriði, að borga ,,Sam.“ skilvíslega, hefir hörmulega rnöl'g- um, sem standa á kaupandaskrá blaðsins, i Iiðinni tíð alveg gleymzt. Og sú óskilvísi við blaðið er hin lang-versta mótspyrna, sem því hefir mœtt. Hún er svo rnikil, að ef ekki verðr nú á þessu ári langtum betr staðið i skilum við blaðið af áskrifendum þess en verið hefir að undanförnu, má segja það fyrir með vissu, að hinn komandi árgangr þess verðr þess hinn síðasti. Onnur eins óskilsemi, eins og „Sam. “ hingað til hefir orðið fyrir af kaupendum sínum, verðr á þessu ári að hætta, svo framarlega sem blaðið á ekki sjálft að hætta. Fengi blaðið nú inn allar þær skuldir, sem það á úti-standandi við þessi árgangamót, þá myndi sú upphæð hrökkva til að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.