Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1893, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.03.1893, Blaðsíða 9
SÉRA VALDEMAR BRIEM í „SAMEININGUNNE. I langa tíð’ hefir séra ValJemar Briein mánuð eftir mánuð verið uppi í blaði voru með ýmsum göfugum sálmum eða ann- arskonar trúarljóðum, flestum frumsömdum, en sumum þýdd- um, sem aldrei fyr hafa komið fyrir augu almennings þjóðar vorrar. Fimmtán slík skáldskaparverk eftir þann mann hefir „Sameiningin“ fyrir góðsemi hans þegar haft þann heiðr að flytja lesendum sínum. — Vér skýrðum á sínum tíma frá hinu merkilega biblíuljóða-safni hans, sem hann um all-ianga tíð hafði unnið að, en þá nýlega hafði lokið við, án þess nokkrum væri um það kunnugt nema fáeinum vinum hans. Ritstjóri blaðs þessa var svo heppinn, að vera einn í þeim hópi, og fann hann sér bæði ijúft og skylt, að vekja athygli fólks á þeirri væntanlegu prýöi í bókmenntum vorum. Og vissum vér, að þetta myndi verða gletietni öllum þeim Islendingum, sem í sannleika elska kristindóminn og bera velferð kirkjunnar fyrir brjósti. Maðr hafði lengi getað heyrt vantrúna hjá ýmsum mennt- unar-ljósberunum íslenzku, sem þóttust vera, hrósa happi yfir því, að sálmar kirkjunnar íslenzku og önnur kristindómsljóð væri í rauninni ekki nema leirburðr, sem engum með fullu viti gæti komið til hugar að kalla skáldskap eða jafnvel telja með í reglulegum bókmenntum. Sannleikrinn var nú lika sá, að það, sem til var í þeirri skáldskapartegund, þótt að vöxtunum til %ræri nærri því ótrúlega mikið, var yfir iiöfuð að tala fremr lít- iisviröi og með tilliti til hins ytra fonns stórgallað. Svo það gat virzt vera ekki mjög fjarri sanni, er heyrðist úr áðr nefndri átt, að kristilegr skáldskapr væri ekki til hjá íslendingum, né heldr jafnvel gæti hann samkvæmt hlutarins eðli vetið til lijá öðrum þjóðum. því að kristilcgir sálmar gæti yfir höfuð aldrei talizt til skáldskapar, þar sein öll sálmagjörð tœki yrkis- etni sitt út úr nokkru, sem gjörði kröfu til að vera guðleg opin- beran. Og svo heyrðist þá allri þessari andlegu Ijóðagjörð út- húöað fyrir það, að með henni heföi ]?eir þjóðernislegu gripir, sem heita rímur, verið reknir á dyr út úr bókmenntuin íslend- inga. Að varna því, að þessar glósur vantrúaðra mennta-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.