Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1893, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.03.1893, Blaðsíða 15
—11— væri dauðr, en að sœmilegra væri þó að veita honurn alls ekkeit en aöra eins óinynd og til ináls kom á þinginu. Vér minntum á þaö, aö það fœri miör vel á því, aö halda honum, til þoss hann gæti lifað, í kirkjulegu einbætti, sem alveg væri fyrir utan eð!i hans, heldr ætti að launa honum verk það, er þegar lægi eftir hann sem skáld, svo örlátlega, að hann gæti án embættis lifað áhyggjulaus og svo allr verið í skáldskapnum. Síðan minnt- umst vér á greinina hans í „Norðr]jósinu“, þar sem Iiann réðst á trúarlærdóm kirkjunnar. Og þökkuðum vér honum hjartan- lega fyrir hreinskilnina, sem þar lýsir sér. En vér sögðum jafn- framt, að með þessu liefði hann gjört ýmsum þar heima Ijótan grikk, þar á meðal kirkjustjórninni, því ef hún vildi látaþað líta út, að henni væri alvara með trúarjátning kirkjunnar og það, sem hún lætr presta vinna eið að, þá er hún hleypir þeirn inn i kennimannsembættið, þá neyddist hún nú til að fara að eiga við séra Mattías og heimta af honum aftrköllun á því, er liann hafði látið út úr sér, sem skilyrði fyrir því að geta framvegis haldið embætti sínu. þetta er nú það, sem höfundr „Frétta‘‘-nna hefir fyrir sér, þá er hann kemr með þau tíðindi, að ritstjóri blaðs þessa liafi heimt- að, að kirkjustjórnin á íslandi gengi milli bols og höfuðs á séra Mattíasi. það gat engum dulizt, að séra Mattías myndi með frum- hlaupi sínu á hinn kristna trúarlærdóin setja hin kirkjulegu ytir- völd á íslandi í stór-mikinn vanda. Að krefja hann til reikn- ingsskapar fyrir tiltœki sitt myndi ekki verða vinsælt meðal allra þeirra manna þar heima, sem í trúarlegu tilliti liadast í sömu áttina og hann. En á liinn bóginn mátti búast við aðfinn- ingum úr gagnstœðri átt, ef kirkjustjórnin sinnti þess u máli ekki neitt. Slíkt afskiftaleysi myndi verða slæmt til afspurnar hjá öllum þeim, er fastast iialda við hina evangelisku trúarjátning kristindómsins og með mestri alvöru bera velferð sinnar eigin kirkju fyrir brjósti. Með þetta fyrir augum vorum komumst vér svo að orði, að séra Mattías hefði gjört kirkjustjórninni á ís- landi ljótan grikk. Og þar sem svo var komið, að stjórn kirkj- unnar út af atviki þessu hlaut að lenda í reglulegri klípu, þá var það hugboð vort, eins og greinilega er tekið fram við sama tœki- fœri í blaði þessu, að reynt myndi að hjáipa hinum kirkjulegu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.