Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1893, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.03.1893, Blaðsíða 16
—12— yfírvöldum út úr vandræðunum með því aS halda því fram, að trúaratriði það, er afneitað hafði verið, væri í sjálfu sér lítilsvert og neitan þess gjörði því kristindóminum lítið eða ekkert til. Fengist þessu slegið föstu, þá mátti virðast óþarfi fyrir kirkju- stjórnina að fara að rekast í því, er séra Mattías hafði út úr sér látið, eða að minnsta kosti óþarfí, að heimta af honum nokkra aftrköllun. það rœttist líka, þetta hugboð vort, og eftir því þurfti ekki leugi að bíða. „Kirkjublaðið“ tók vandamál þetta að sér. Ritstjórinn, séra þórhallr Bjarnarson, hefir yfír höfuð bæði fyr og síöar lielzt látið aðra en sig hafa orðið í blaði sínu; en í þetta skifti tók hann sjálfr til máls og hélt því fram, að trúaratriði það, sem séra Mattías hafði með svo hörðum orðum ritað á móti, væri svo lagað, að um það yrði ekkert fullyrt; þaö væri eins og óleyst spurning, sem óhœfa væri að svara hvort heldr með jái eða neii. Vér höfðum koihið með versið í hinum dýrmæta sálmi séra Mattíasar í sálmabókinni, sem þessi orð standa í: „hræðstu sálarmorðið," og spurt, hvort höfundrinn og kirkjan á Islandi ætlaði nú að stryka þau út. Ekki segir séra þórhallr kirkjan ætli að gjöra það. Orð þessi eigi að standa; — en hvernig? þau eiga að prentast svona: „hrœð'stu sálarmorð- ið“. Á orðið „hræðstn“ á nð leggja sérstaka áherzlu; en orðiö „sálarmorðið" á að vera áherzulaust. það er með öðrum orðum: Menn eiga að hræðast það, að þeir kunni að glatast án þess.þó að nokkur vissa sé fyrir því, aö glötun eða eilíf fordœming sé til. Ekki er í þessari einkennilegu ritstjórnargrein í „Kirkjublaðinu" neitt minnsta tillit tekið til þess, er Jesús Kristr hefir kennt um þetta efni; en í þess stað er vitnað t trúarfrœði Martensens og „Hugleiðingar" Mynsters til sönnunar því, að hvorki vér né aðr- ir megum neitt fullyrða um þennan lærdóm, þrátt fyrir það, að kenning vor um það efni er nálcvæmlega eins og það, sem allir íslendingar hafa lært í barnafrœðum sínum og kristin kirkja hefir tekið inn í allar sínar mörgu trúarjátningar. Ritstjórn „Sameiningarinnar" hefir nú fyrir löngu sýnt, að „Kirkjublaðið11 getr ekki nema að nokkiu leyti stutt sig við kenning Marten- sens, og eins hefir séra Lárus Halldórsson á sínum tíina í blaði voru sannað, aö ritstjóri „Kirkjublaösins“ hetir alveg missskilið hinn tilfœrða stað hjá Mynster. Svo stuðningr sá, er „Kirkju- blaðið“ fær úr þeirri átt, sýnist ekki ákaflega mikill.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.