Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1893, Page 12

Sameiningin - 01.08.1893, Page 12
—92— en samþykkt var, að' leggja þau fyrir þessa árs alþingi. — Af hinum tveim frnmvörpum er það um skipulag hinna andlegu mála að sjálfsögðu þýðingarmeira, og er þetta samkvæmt „Kirkjuhlaðinu" aðalefni þess: „Hin íslenzka þjóðkirkja stjórnar sjálf andlegum málum sínum, að því er snertir kenning, kirkjusiði, eíiing kristindóms- ins yfir höfuð og uppfrœðing ungmenna í kristindómi; hún sam- þykkir og bœkr þær, er að þessu lúta, en biskup landsins lög- gildir þær.“ „Yfirstjórn hinna andlegu kirkjumála hefir biskup lands- ins. Til ráðaneytis sér hefir hann kirkjuráð'; eru í því stift- amtmaðr1) og þrír andlegrar stéttar menn, sein prestastefnan2) kýs til þess starfa til 6 ára.“ „þá er biskupssætið verðr autt, skulu allir prófastar lands- ins, sem fá því við komið, og einn prestr og einn safnaðarfulltrúi úr hverju prófastsdœmi, er til þess skulu kosnir á héraðsfund- um, eiga samkomu í Reykjavík og kjósa þar biskup, en kon- ungr staðfestir kosninguna." „Á prestastefnu2) eiga sæti allir andlegrar stéttar menn landsins, þeir er í embættum eru, og einn leikmaðr úr hverju prófastsdœmi, sem til þess skal kosinn af héraðsfundi næsta á undan.“ j)aö er eins og hið sama hafi vakað fyrir ncfndinni, sem komið hefir með frumvarp þetta, eins og ritstjórn þessa blaðs um árið, þegar seinustu biskupaskiftin urðu á fslandi. þeim brœðr- um vorum í nefndinni kemr augsýnxlega saman við oss um það> aðkirkjan í heild sinni, en ekki neinn einstakr valdsmaðr, eigi að ráða því, hver sitr í hinu œðsta kirkjulega embætti í landinu. Og þar sem þessi síðasta synódus í heild sinni augsýnilega hefir verið nefndinni samdóina um þetta atiiði, þá styrkir það oss í þeirri trú, að kirkjulýðrinn íslenzki í heild sinni eða með mjög fáum undantekningum sé að minnsta kosti nú samþykkr þeirri skoðun, sem vér á sínutn tíma höfum haldið fram viðvíkjandi veiting biskupsembættisins. Um hitt geta auðvitað verið deild- 1) Hálf-leiöinlegt cr að sjá „stiftamtmanns11-nafnið sáluga vakið upp aftr í þessu frumvarpi. 2) Er ekki óviðkunnanlegt að kalla synódus ,,/mtostefnu“ eftir að leikmenn landsins eru farnirað fá að vera ]>ar með prestunum?

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.