Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1897, Side 6

Sameiningin - 01.08.1897, Side 6
Félagsleg mótspyrna frá hálfn afneitenda kristinnar trúar gegn starfsemi safnaöa vorra er ekki lengr teljandi. Þau blöð, sem þeirri mötspyrnu hafa helzt lialdið á lofti, hafa hætt að koma út á árinu. Erviðleikarnir, sem við er að stríða, liggja nú nálega eingöngu hjá safnaðalýðnum eða með öðrum orðum sjálfum oss. ,,Sameining'in“. málgagn kirkjufélagsins, hefir enn langtum of litla útbreiðslu og fjárhagr blaðsins er jafnvel lakari en í fyrra, eins og þór munuð sjá á skýrslu útgáfunefndarinnar. Á því þyrfti endi- lega að ráða bót.—,,Aldamót“, ársrit prestanna, ætti líka að geta fongið miklu meiri útbreiðslu en þau hingað til hafa haft. En yfir höfuð hefir árið hið liðna verið fyrir oss gott ár og bless- unarríkt, og ætti það að vera oss hvöt til þess að halda félagsvinnunni áfram með öruggum hug og biðjandi trú í Jesú nafni.'1 1 neí'nd til að íhuga ársskýrslu forseta og jafnframt til að veita kirkjuþingsmálurn viStöku og raða þeim niðr á dagskrá voru kosnir: séra Friðrik J. Bergmann, séra Björn B. Jónsson og Arni Sigvaldason. O o Kosning embœttismanna fyrir koraanda ár fór því næst fram, þannig : forseti séra Jón Bjarnason, varaforseti séra Friðrik J. Bergmann,—endrkosnir; skrifari séra Jónas A. Sigurðsson, varaskrifari séra Björn B. Jónsson,—endrkosnir; féhirðir Jón. A. Blöndal, varaféhirðir Halldór S. Bardal. Fundarreglur félagsins upplesnar. 3. fundr, sama dag kl. 8 e. m. Nefndin út af ársskýrslu forseta og dagskrá þingsins kom með svo hljóðanda álit sitt: „Vér, sem koanir vorum í nefnd til að yfirfara ársskýrslu forseta og raða málum á dagskrá kirkjuþingsins, leyfum oss fyrst að láta í ljós ánœgju vora yfir aískiftum forseta af öllum málum kirkjufélagsins á árinu, sem leið, og biðjum drottin að leggja blessan sína yfir öll störf hans í þjónustu kirkjufélagsins á ókominni tíð. Samkvæmt ársskýrslunni, sem vér nákvæmlega höfum yfirfarið, eru það tvö mál, er byrjuð hafa verið í söfnuðum kii-kjufélagsins þetta liðna ár, missiónarhátíðarhaldið 81. Okt. og samtalsfundifnir í söfnuð- unum, sem vér álítum áö verða megi framtíð safnaða vorra til hinn- ar mestu blessunar. Leyfum vér oss þess vegna að ráða kirkjuþingi þessu til, að minna söfnuðina á, að láta þessi tvö mál ná fullri festu í lífi sínu fi'amvegis, svo að missíönar-guðsþjönusta verði haldin ár hvert í sem allra flestum söfnuðum vorum. með ofr-litlum samskotum til missíönar kirkjufélagsins, og samtalsfundirnir verði sem allra flestir. Þau mál. sem vór finnum ástœðu til að setja á dagskrá kirkjuþings- ins, eru þessi: 1. missíönar-málið, 2. bandalögin, 3. sunnudagsskölamál.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.