Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1897, Qupperneq 15

Sameiningin - 01.08.1897, Qupperneq 15
—79— 13. fundr, sama dag kl. 2.15 e. m. YJirlýsing i Gen. Council-málinu. Út af atkvæðagreiðslunni í málinu um inngöngu kirkjufélags- ins í General Council var svo hljóðandi tillaga til yfirlýsingar frá þinginu borin fram og samþykkt: „Af því að atkvæði hafa héi' á kirkjuþingi fallið á möti því, að kirkjufélag vort nú þegar gangi í General Counoil, og af því að fólk út í frá kynni, ef þegjandi væri slcilið við máliö í þetta sinn með niðr- stöðu þeirrar atkvæðagreiðslu, að álykta, að þeir, sem setið hafa á þessu þingi, sé í hugum sínum'og hjörtum á möti inngöngunni, og af því að hætt er við, að slíkr skilningr myndi spilla fyrir málinu i fram- tíðinni meðal fólks safnaða vorra, þá gjörum vér eftirfyigjandi yfir- lýsing: Nálega aliir þeirra, er sótt hafa kirkjuþing þetta, bæði af prest- um og erindsrekum safnaðanna, eruaföllu hjarta með því, að kirkju- félagið sameinist General Council, þó að ekki gæti í þetta sinn feng- izt fullnaðarályktan því viðvíkjandi fyrir þá sök, að ályktanin var bundin við tvo þriðjunga atkvæða. En það, að nokkrir kirkjuþings- menn greiddu atkvæði á möti, var að eins fyrir þá sök, að þessir ein- stöku höfðu það á meðvitundinni, eða tilfinningunni, að málið væri ekki enn fyllilega ljóst öllum almenningi í sumum söfnuðunum og timi tii fullnaðarályktanar frá þeirra sjónarmiði því miðr ekki enn kominn. Hinsvegar göngum vér út frá inngöngu félags vors í Gene- ral Council eins og nokkru, er að sjálfsögðu liggi að guðs vilja fyrir í nálægri framtíð, og teljum hiklaust inngönguna, hve nær sem af henni verðr, hið mesta heillaspor á framfaraskeiði ldrkjufélagsins." því næst var máli þessu vísað til sömu standandi nefndar- innar, sem í því var sett í fyrra (séra Björn Jónsson, séra Jónas A. Sigurðsson og séra Friðrik J. Bergmann), en síðan var tveim nýjum iniinnum bœtt við í þá nefnd, þeiui séra Jóni Bjarnasyni og séra Jóni J. Clemens. Skólamálið var þá tekið fyrir. Nefndin, sem í því var sett í fyrra, hafði ekkert eiginlegt álit fram að leggja, fyrir þá sök, að hún hafði ekki getað komið sér sainan uin neina beina tillögu málinu við- víkjandi. En þeir 4 skólanefndarmeun (séra Friðrik J. Berg- mann, Friðjón Friðriksson, séra Jónas A. Sigurðsson og séra Björn B. Jónsson), sem ú þinginu sátu—fimmti nefndarmaðrinn Magnús Pálsson hafði ekki komið til þings—lögðu frarn svo hljóðandi skýrslu skólasjóðnum viðvíkjandi o. s, frv. ,,Jlerra forseti! Skölasjóðrinn hefir auldzt töluvert á hinu liðna ári, og drottinn liefir blessað viðleitni vora jafnvel fram yfir vonir vorar. Tekjur skölasjóðsins hafa á þessu liðna ári vei'ið eins og nú skal greina;

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.