Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1897, Side 29

Sameiningin - 01.08.1897, Side 29
—93 - þær, sem trúarbrœðr vorir í General Council bjóða mönnum í hinu spán-nýja sunnudagsskólablaði sínu og hafa enn þá engan veginn fengið þar almenna útbreiðslu. Ekki svo að skilja, að vér höfutn í sjálfu sér neitt á móti því lexíuvali. En ekki tekr það að vorri hygjrju minnstu vitund fram hinum almenuu sunnudagsskólalexíum (international sunday school lessons), sem staðið hafa í „Sameiningunni" frá því fyrst, er hún fyrir nærri því 12 árum hóf göngu sína. Og af því að hið nýja lexíu- val er að engu betra en hið gamla, þá hefir oss fundizt, að þetta uppátœki mannanna í Gen. Council að taka sig út úr með sínar lexíur, væri með öllu óþörf tiktúra. Meðal prestanna í kirkju- félaginu, sem sátu á kirkjuþirtginu, stendr nú reyndar ritstjóri „Sameiningarinnar“ aleinn uppi með þessa sannfœring. Hinir prestarnir líta allt öðruvísi á það mál, og er ekkert um það að tala. En það þótti oss slæmt við rekstr málsins úr þeirri átt, að aigjörlega var gengið fram hjá því, að til eru góð og gild sunnudagsskólablöð lútersk, sem binda sig við hinar eldri al- mennu lexíur, eins og t. a. m. Augsburg Teacher og Augsburg Lesson Book, sem einnig eru notuð í sunnudagsskólum innan General Council’s. En lakast af öllu, að leikmönnun- um, sem sátu á kirkjuþinginu, var með prestunum ætlað að greiða atkvæði uin inn'leiðslu hins nýja lexíu- vals, og þar af leiðanda um gildi þess í samanburði við aðrar lexíur, því um það mál var vitanlegt að lang-fæstir þeirra myndi bærir að dœma. — Málið um inngöngu kirkjufé- lags vors í General Council gekk skrítilega. Fyrstkom nefnd- in, sem í því var sett í fyrra, ineð þá yfirlýsing, að hún þyrði ekki að ráða þinginu til að samþykkja inngönguna enn þá. En er þetta álit kom inn á þing, var svo á mönnum að heyra, að þannig löguð varkárni hefði verið ástœðulaus. Og var málinu svo vísað til nefndarinnar aftr í því skyni, að hún breytti til- lögu sinni og réði til inngöngu tafarlaust. Engu að síðr féllu nú atkvæði svo um hina nýju tillögu nefndarinnar, er hún hafði lagað eftir því, sem henni bafði skilizt að væri vilji alls þorra þingmanna, að inngangan gat í þetta skifti ekki orðið samþykkt. Mál þetta býðr þannig enn til seinni tíma, og var það víst réttara eius og á steudr hjá oss enn sem komið er. því mjög er hætt við því, að oss myndi ofaukið í félagskap Genc~

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.