Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1899, Qupperneq 7

Sameiningin - 01.03.1899, Qupperneq 7
sofna út af yfir Jesú í dauöastríöi hans í Getsernane. Aö hugsa um lærisveinana alla leggja á flótta, þegar Jesús var handtekinn. Að hugsa um allan þann mikla trúarveikleik,— hugleysið og hræðsluna hjá öllum slíkum mönnum. Ef nokk- ur raunaleg hugsan er til, þá er J>að hugsanin um allt þetta.— Og að sjálfsögðu heyrir þessi hugsan föstutíðinni til. Hún rís sérstaklega ]>á upp hjá oss, kristnum mönnurn, út af píslar- sögu lausnarans. En vér nemutn ekki staðar við þessa stór-raunalegu hugs- an. Píslarsagan opinberar ekki að' eins veikleik lærisvein- anna, heldr líka styrkleik—þeim megin í baráttunni, hinn makalausa, tilbeiðsluverða styrkleik meistarans. Dýrð drott- ins Jesú blasir þar við, nætrdýrðin í æfisögu hans. Aldrei er trúarstyrkleikr Jesú sem manns eins stórkostlegr, undrunar- verðr, óumrœðilegr eins og á krossferlinum. ,, Hann lærði hlýðni af því, sem hann leið“—segir ritningin (Hebr, 5 ,8). Og í ritningunni er það skoöaö sem endimark kristilegs trúar- lífs að verða hluttakandi í píslum Jesú. Svo það er þá auð- sætt, að fyrir þrengingar sínar einmitt eiga lærisveinar hins krossfesta að verða það, sem þeir mest geta orðið. þeir eiga að læra hlýðni af því, sem þeir líða,—ná staðfestu í trú sinni, fá fasta og óskeikandi sannfœring um dýrmætasta hjartans mál sitt, læra vizku guðs ríkis. ,,Ei vitkast sá, er verðr aldrei hryggr“-—segir skáldið; ,,hvert vizku barn á sorgar brjóstum liggr. “—Og ,, A sorgarhafs botni sannleiks perlan skín; þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín. “ Hörmungarnar sáru og skelfilegu, sem lærisveinar Jesú tóku út meðan stóð á píslum hans og allt þar til hann birtist þeim upprisinn, voru þeim með öllu ómissandi. Án þeirra hefði þeir ómögulega getað orðið það, sem þeir síðar urðu og þurftu að verða. Á þeirri hörmungatíð dó allt hið ósanna í trúnni þeirra. Og þegar það var dáið, aldáið út, þá gátu þeir eign- azt hina makalausu trúarfestu, sem síðar einkennir æfiferilinn þeirra.—Enginn hefir nokkurn tíma orðið mikill maðr í því, sem gott er, án baráttu, þjáninga, hörmunga. Og ekkert verulega mikilsvert sannleiksmál í mannkynssögunni getað koipizt af án þrenginga.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.