Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1899, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1899, Blaðsíða 11
legt í augum mínum, hafi þaö ekkert annaö til síns ágætis, en hamli ef til vill þjóöar framför og andlegri velgengni. Mér er það ekki ókunnugt, að eins og Jónas Hallgríms- son, fyrir rúmri hálfri öld liðinni, segir, að fyrir austan hafi menn af prestum, sem öpuðu danskan mann, lært að ,,tyggja upp á dönsku“, þannig er nú til kynslóð um land allt og einnig hér, sem telr það eitt rétt að ,,tyggja“, tala og lifa upp á íslenzku. þeir, sem nú prédika fyrir þjóðinni, hafa kennt henni þann sið- Til eru einnig þeir, sem kastað hafa sínum íslenzku önd- vegissúlum fyrir borð, ekki til þess að byggja þar sem þær bera að landi, heldr til að losa sig við allt fornt og heilagt, sem fengið var að erfðum með þjóðerni voru. En slíkir munu þó undantekning. Aftr er það fjöldinn, sem eins og hinir loftkenndu andar í J)úsund og einni nótt geymast í flöskunni sinni ár eftir ár og, andlega, öld eftir öld. Sumir loftkenndir íslenzkir andans menn sitja enn innnsiglaðir í flösk- unni í þessum skilningi,—eða í orðum skáldsins,er jn'ddi þetta mikla skáldskaparverk austrlanda á íslenzku,—á ,,askbotni með askbotn fyrir himin“. Og eg geng að því vísu, að reyni einhver að feta f fótspor fiskimannsins: að losa um innsiglið og leysa fangann úr álög- um, eins og í hinni austrlenzku sögu, muni andinn íslenzki all-reiðulegr og láta gremju sína og ógæfu lenda á þeim manni. Frá því Loðvík Kr. Möller fyrir 65 árum sagði opinber- lega um þjóð vora, að hún hneigðist fremr til fróðleiks en trúar,—að „guðhræddir menn hafi íslendingar aldrei orðið“ (sbr. Fjölni I. á bls. 33), og til þess þeir nafnar séra Jón Bjarnason og nú séra Jón Helgason tóku að vekja þjóð sína, hefir fólkinu komið það einna lakast, að minnzt væri á hin andlegu mein þess. Hinn íslenzki kærleiki á helzt að þegja um sannleikann, má jafnvel ekki vera sannorðr.—, ,Oft má satt kyrrt liggja“ er líklega sú lífsspeki, sem þjóð vor almennt kann bezt í sinni opinberu og andlegu framkomu. Stefnan hefir verið sú, að lcyna og draga dul á meinin, í stað þess að opinbera og upprœta ]?au; og er það algjörlega gagnstœð að- ferð þeirri, sem ríkir víðast annarsstaðar í heiminum en á ís-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.