Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1899, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.04.1899, Blaðsíða 1
^ameimngt Mdnaðarrit til stuðnings hirlcju og kristindómi íslendinga. geficf út af hinu ev. lút. Jcirkjufélagi fsl. % Vestrheimi. RITSTJÓRI JÓN BJAliNASON. 14. árg. WINNIPEG, APRÍL 1899. Nr. 2. Hverju kross Krists hefir komið til leiðar. Snúið úr æfisögu Krists eftir F. W. Farrak. Afleiöingarnar af verki Jesú Krists eru jafnvel fyrir van- trúarmanninn ómótmælanlegar eins og þær blasa viö í mann- kynssögunni. Grimmdin varö ræk úr lífi manna. Jiað var far- iS aS halda girndar-ástríðunum í skefjum. SjálfsmorS varS í meövitund almennings brennimerkt sem óliœfa. Hin and- styggilegu ungbarna-morð urSu fyrir hegning og fóru dvínandi. Hinn ýmsi blygöunarlausi saurugleiki heiöindómsins varS aö flýja í felur, þangaö inn í myrkriS, sem segja má aS hann ætti heima. Naumast var nokkur sú tegund af mannlífsböli til, að ekki kœmi á henni linun eöa lækning. Skylmingamönnunum varð borgiö, [—þeim aumingja mönnum, sem hafSir voru til þess að berjast á leiksviðinu, almenningi til augna-gamans, upp á líf og dauSa í hinum hræðilegu einvígum, ýmist við sína eig- in líka, aSra samskonar menn, ellegar við óarga villudýr. þeim mönnum varð borgiö. J)eir ódæöis-sjónleikir dóu út.]*) Jirælum var gefið frelsi. Herteknir menn nutu verndar. Sjúk- um mönnum var hjúkraö. MunaSarleysingjum var veitt húsa- skjól og heimili. Lífi kvenna var lyft á hærra stig. HiS helga sakleysi barnœskunnar fékk yfir sig nýjan dýröarbjarma. *) Því, sem hpi' stenilr innan hornklofanna, er til skýringar við bœtt af oss.—Ritst.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.