Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1899, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.04.1899, Blaðsíða 5
þó mér fyndist mikið til um höfuðborg Skotlands, sögu- staðina þar og fólkiö, brá mér mjög viö loftslagið. Eg efa ekki, að það geti verið heilnæmt. En það er hráslagalegt og kalt fyrir þann, sem þangað kemr frá meginlandi Ameríku. það fylgir náttúrlega sjóloftinu, hve kaldr hinn minnsti and- vari reynist. Að kvöldi hins 14. Júní var hitinn að eins 52 gr. Alla dagana hvíldi móða eða mistr yfir öllu, sjó og landi. það jók einhvern drunga í loftinu, og hélt eg fyrst, að þetta væri einhver reykjar-móða, sem tíð er í stórborgum. En það var ekki. Mjög hamlar hún útsýni, því maðr sér skammt og óglöggt. í haust, þegar eg kom aftr frá íslandi, grúfði þetta sama móðu-ský, líkast byssu-reyk, eins og þak, ekki einungis yfir borgunum, sem London, heldr yfir landinu öllu. þrátt fyrir það eru Bretar enginn þokulýðr, heldr menn komnir ,, út úr þokunni“.—Rétt áðr en eg fór frá Skotlandi, heimsótti eg próf. Sveinbjörn J). Sveinbjörnson. Hann er prestaskóla- kandídat frá Reykjavík (f. 1847, útskr. 1868), ljúfr maðr og ástúðlegr. Að líkindum er hann hinn eini íslenzki söngfrœð- ingr og tónskáld, sem atvinnu hefir af þeirri list í einni menntastöð heimsins. Fremr er það sorglegt, hve sjaldan vér Islendingar njótum sjálfir hinna beztu krafta hjá börnum þjóðar vorrar. Oft geta sögur vorar um það, að frægir og friðsamir íslendingar kusu að dvelja erlendis, fjarri hinu þrönga og deilugjarna þjóðlífi ættjarðarinnar. það var ekki að eins, að þeir öfluðu sér erlendis fjár og frama, aðþeirlærðu þar íþróttir og atorku, heldr dvöldu margir hinna nýtustu manna að langvistum í útlöndum, af frjálsum vilja,—eða þjóðin gjörði þá útlæga. þannig gekk það í öndverðu og gengr því miðr enn, þó aðrar sé nú orsakirnar. Hið allra sárasta er þó, að óspektir, andleysi og kristnispjöll skuli hvorki þá né nú hafa fengið sinn útlegðardóm, — og aldrei átt útkvæmt til íslands. — Á leið minni að heiman gisti eg hjá próf. Sveinbjörnson. Ber heimili hans vott um velgengni og er við hœfi tiginna manna. Söng hann þá fyrir mig ný- orktan stríðssöng eftir sjálfan sig (lagið), og mun eg aldrei fá gleymt þeirri list, sem bæði lagið, söngrinn og hljóðfœrasláttr- inn birti, —Hann er mjög íslenzkr í anda og var að ráðgjöra

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.