Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1899, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.04.1899, Blaðsíða 8
24 sem víða heima. Dómkirkjuna eða aðalkirkjuna skoðaði eg, og er hún all-stórt, en fremr fornfálegt timbrhús, ogkirkju- garðrinn umhverfis hana. Ekki man eg eftir nema einu lag- legu steinhúsi, húsi amtmannsins, sem er þeirra æðsta yfir- vald, ungr maðr, Berentsen að nafni.—þorpsbúa skortir ef til vill ýms hin ytri menningar-einkenni, en þeir báru aftr á sér einkenni ráðvendni og atorku. Jafnvel smásveinar á götum voru hinir háttprúðustu og heilsuðu hinum ókunnu aðkomu- mönnum berhöfðaöir. þeir voru boðnir og búnir til greiðvikni. Tvo Englendinga hitti eg, sem eru búsettir í þórshöfn. ])eir prédika þar aftrhvarf fyrir hinum lútersku eyjarskeggjum. Að líkindum hafa þeir þá skoöun sumra trúflokka, sem vér erum farnir að þekkja hér og heima, eins og trúbrœðr vorir á norðrlöndum, að Lúterstrúarmenn sé hálfgjöröir andlegir og kirkjulegir skrælingjar,—þó þeim finnist það ef til vill ofr lítið hœgra og hættuminna að boða þeim ,,sannleikann“ en öðrum villulýð og heiðingjum. þriðji Eng- lendingrinn bœttist við í Færeyjum með ,,Thyra“, Jones að nafni. Hann hafði veriö suðr á Spáni til að útbreiða þar ýms kristindómsrit og biblíuna. Sagði hann mér margt af of- sóknum kaþólskra manna gegn prótestöntum á Spáni. Fyrir ári liðnu söfnuðu til dœmis Jesúítar saman í boe einum öllum þeim biblíum, er fundust.og brenndu þær opinberlega á björtu báli. þetta aðhöfðust þá kristnir menn í lok nítjándu aldar- innar í einu forn-frægu Evrópu-ríki!—Karl keisari hinn fimmti er enn að reyna að fyrirkoma Lúter. Við Færeyjar kynntist eg lúterskum presti þar í eyjunum, séra Friðrik Petersen. Hann er þingmaður fyrir eyjarnar í neðri deild danska ríkisþingsins. íslenzku talar hann vel, enda gekk hann í Reykjavíkr-skóla.—Hann sagði mér, að séra Jón Bjarnason í Winnipeg væri einn af kennurum sínum. Aðstoðarprestr þjónar prestakallinu, sem er afar víðlent, í fjarveru hans. Séra Petersen er mjög viðfelldinn maðr, en orðinn ókunnugr ástandi Islendinga og bókmenntum þeirra.— Vert er að minna á það, að hann sagði mér, að nálega engir Færeyingar hefði til Ameríku farið og vildi alls eigi vestr fiytja.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.