Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1899, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.04.1899, Blaðsíða 15
27 stefnuskrá hans varö þá skiljanlega fyllri en áðr. Hann fór nú ekki aö eins aS hugsa um þaS, aS hinir lögboSnu ytri helgi- siSir í því formi, sem þeir hafa á Islandi, væri kristindómslíf- inu til fyrirstöSu, heldr líka um þjóSkirkjufyrirkomulagiS, yfir- ráS hins borgaralega stjórnarvalds, landstjórnarinnar verald- legu, yfir kirkjunni, sem hann réttilega sá aS var og er óheppi- legt og all-fjarri hinni upphaflegu hugsjón kristindómsins. Langr er nú orSinn tíminn síSan séra Lárus hóf starf í frí- kirkjusöfnuSi ReySfirSinga, og hefir fremr lítiS á því boriS, söfnuSrinn víst ekki til muna fœrt sig út, og engar tilraunir, svo kunnugt sé, af honum veriS gjörSar í þá átt aS vinna sér áhangendr út um land. Hins vegar hefir þó á seinni árum heyrzt votta fyrir talsverSum áhuga á aSskilnaSi ríkis og kirkju á íslandi hjá sumum þjóSkirkjuprestunum þar. Og meSan ,,KirkjublaSiS“ var á gangi virtist sem sú hugsan væri óSum aS glœSast; því ritstjórinn, séra þórhallr Bjarnarson, forstöSu- maSr prestaskólans, tók þaS hiklaust upp á stefnuskrá blaSs- ins. En síSan ,,KirkjublaSiS“ hætti, ogjafnvel áSr, hefir sá áhugi sýnilega hjaSnaS. ,,VerSi ljós!“, hiS kirkjulega mál- gagn þeirra séra Jóns Helgasonar, hefir all-eindregiS talaS gegn fríkirkjumálinu, skiljanléga meS þaS á bak viS eyraS, aS talsmönnum fríkirkjunnar meSal prestanna hafi aldrei veriS veruleg alvara meS þaS mál, og aS þar sem slíkr aSskilnaSr eins og menn hafa veriS aS tala um hlyti aS eiga ákaflega langt í land og ef til vill kœmist aldrei í framkvæmd, þá væri þaS aS eins til þess aS leiSa hugi manna burt frá því, ,,sem eitt er nauSsynlegt“, glœSing trúarlífsins í kirkjunni á íslandi, aS vera aS burSast meS annaS eins mál. MeS tilliti til þessa byrjar nú séra Lárus útgáfu blaSs síns. þaS á, eins og nafn þess segir til, aS vera málgagn fríkirkju- hugmyndarinnar og þá auSvitaS líka aS vitna á móti skaövæni fastákveSinna, lögbundinna ytri helgisiSa, sem ekki eigi neina rót í guSs orSi. I ,,UpphafsljóSum“, sem Janúar-blaSiS byrj- ar á, er sterklega lýst yfir því, aS eins og guSs orS sé alfrjálst, þannig eigi kristin kirkja einnig aS vera frjáls. ,,AS kirkjan í eSli og anda sé frjáls er upphaf vors máls. ‘ ‘

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.